Það þarf að opna augu fólks - "Við erum sem betur fer ekki öll eins“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. nóvember 2013 23:03 "Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. „Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún. Reykjavík Trúmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent