Lífið

Hátíðarmatur í íslenskri sveit

Á sunnudaginn kemur hefst ný þáttaröð af Hinu blómlega búi á Stöð 2. Þar verður matreiðslumaðurinn Árni Ólafur Jónsson á vetrarlegum nótum og íslenskur hátíðamatur verður í aðalhlutverki.

Árni Ólafur segist alsæll með dvölina í sveitinni og hefur aldrei séð eftir því að ákveða segja upp starfi sínu sem matreiðslumaður á Manhattan, til að hefja búskap í Borgarfirðinum.

Árni Ólafur vakti verðskuldaða athygli í fyrstu þáttaröðinni, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr á árinu. Nú stendur til að gefa fyrri þáttaröðina út á mynddiski í takmörkuðu upplagi, en framleiðendur fóru þá leið að fjármagna útgáfuna með frjálsum framlögum í gegnum Karolina Fund.

Þar er bæði hægt að festa kaup á disknum, sem og að kaupa heila máltíð eldaða af Árna Ólafi. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×