NBA: Loksins sigur hjá Kidd og lærisveinum hans í Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2013 07:05 Mynd/AP Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira