NBA: Ellefu í röð hjá Portland og San Antonio - mögnuð nýting LeBrons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2013 07:11 Tony Parker skorar körfu í nótt. Mynd/AP Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP NBA Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira
Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs héldu áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðin fögnuðu bæði sínum ellefta sigri í röð. Miami Heat vann sinn sjöunda sigur í röð þar sem LeBron James þurfti aðeins 14 skot til að skora 35 stig og Indiana Pacers gefur ekkert eftir. Utah Jazz var aðeins búið að vinna 1 af 15 leikjum en vann Chicago Bulls í nótt í fyrsta leiknum eftir að ljóst varð að Derrick Rose myndi missa af tímabilinu.LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 14 fráköst í 102-91 sigri Portland Trail Blazers á New York Knicks. Frakkinn Nicolas Batum bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en þetta er lengsta sigurganga Portland-liðsins síðan í desember 2007. Carmelo Anthony var með 34 stig og 15 fráköst hjá New York sem tapaði sínum sjötta leik í röð.Manu Ginobili skoraði 16 stig og var einn af sjö leikmönnum San Antonio Spurs sem skoruðu yfir tíu stig í 112-93 sigri á New Orleans Pelicans. Þetta var ellefti sigur San Antonio í röð og sá þrettándi í fjórtán leikjum á leiktíðinni. Tony Parker var með 14 stig og 7 stoðsendingar, Tiago Splitter skoraði 11 stig og Tim Duncan var með 10 stig. Marco Belinelli (14 stig) Boris Diaw (13 stig) og Patty Mills (12 stig) skiluðu síðan allir sínu af bekknum. Ryan Anderson skoraði stig fyrir Pelíkanana.Nýliðinn Trey Burke skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar Utah Jazz vann 89-83 sigur á Chicago Bulls í framlengdum leik. Burke var með 14 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Marvin Williams skoraði 17 stig fyrir Utah og þeir Gordon Hayward (12 stoðsendingar) og Richard Jefferson voru báðir með 15 stig. Carlos Boozer skoraði 26 stig og tók 16 fráköst fyrir Chicago og Luol Dengvar með 24 stig í fjórða leik liðsins á fimm dögum.LeBron James skoraði 35 stig þegar Miami Heat vann 107-92 sigur á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að taka aðeins 14 skot í leiknum. Dwayne Wade var með 21 stig og 12 stoðendingar í sjöunda sigri Miami-liðsins í röð. LeBron James hitti úr 11 af 14 skotum sínum utan af velli og öllum 11 vítunum. Ray Allen bætti við 17 stigum fyrir Miami en Channing Frye var atkvæðamestur hjá Phoenix með 16 stig.George Hill og Paul George skoruðu báðir 26 stig þegar Indiana Pacers vann 98-84 sigur á Minnesota Timberwolves í þrettánda sigri liðsins í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Þeir hittu saman úr 9 af 29 skotum þar af 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Kevin Love var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Minnesota og Nikola Pekovic skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - Boston Celtics 86-96 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 98-84 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 113-94 Miami Heat - Phoenix Suns 107-92 S Memphis Grizzlies - Houston Rockets 86-93 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 96-110 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 89-83 (framlengt) Portland Trail Blazers - New York Knicks 102-91Mynd/AP
NBA Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira