„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég“ Kristján Hjálmarsson skrifar 22. nóvember 2013 13:56 Ingimar Baldvinsson hjá Hólaborg. „Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar. Hestar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira