Innlent

Getur haft óafturkræfan skaða í för með sér

Kristján Hjálmarsson skrifar
Birting gagnanna sem stolið var frá Vodafone innihalda meðal annars persónulegar upplýsingar um einkamál fólks og getur haft óafturkræfan skaða fyrir saklaust fólk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vodafone.

„Birting umræddra gagna getur haft í för með sér óafturkræfan skaða fyrir saklaust fólk.  Við hjá Vodafone minnum á að aðgát skal höfð í nærveru sálar og höfðum til siðferðiskenndar fólks um að taka ekki þátt í að dreifa umræddum gögnum,“ segir í yfirlýsingu frá Vodafone.

„Við bendum á að það er skýrt lögbrot að birta persónuupplýsingar af þessu tagi. Við biðjum þá sem nálgast hafa stolnu gögnin að eyða þeim hjá sér en deila þeim alls ekki.  Með því leggið þið ykkar á vogaskálarna við að verja saklaus fórnarlömb þessa innbrots,“ segir í yfirlýsingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×