Innlent

Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum

Boði Logason skrifar
Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt.
Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt.
Kreditkortanúmer utanríkisráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra gaf upp kreditkortanúmerið sitt, ásamt gildistíma og öryggisnúmeri, í smáskilaboðum þar sem hann bað annan aðila að greiða áskrift að íslenskri sjónvarpsstöð fyrir sig, að því er fram kemur í gögnum frá hakkaranum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Í samtali við fréttastofu segir aðstoðarmaður ráðherrans að ráðherrann hafi ekki vitað af málinu og sagði að kreditkortinu yrði tafarlaust lokað vegna þessara tíðinda.

Vodafone sagði í tilkynningu í morgun að ekkert benti til þess að trúnaðarupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila en dró þau orð til baka stuttu síðar.

Fyrirtækið segir að viðkvæmar upplýsingar, sem þessar, gætu verið í höndum óprúttinna aðila og biðlaði meðal annars til viðskiptavina sinna að breyta lykilorðum sínum á samskiptamiðlum.

Uppfært kl. 18:00:

Kreditkorti Gunnars Braga hefur verið lokað, að sögn aðstoðarmanns hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×