Léttir að fá Asperger-greiningu segir Susan Boyle Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. desember 2013 11:53 Boyle segir að hún sé oft misskilin. mynd/AFP Susan Boyle, söngkonan sem sló svo eftirminnilega í gegn í þáttunum Britain´s Got Talent árið 2009, var greind með heilkennið Asperger. Frá þessu segir hún í viðtali hjá Guardian. Þar segir Boyle að hún sé oft misskilin og hún hafi lesið um sjálfa sig í fjölmiðlum að hún sé með heilaskemmdir. Hún segist alltaf hafa vitað að hún væri öðruvísi en aðrir en það var ekki fyrr en í fyrra að hún komst að því að hún er haldin Asperger. Í rannsóknum sem hún fór í gegnum til að fá þessa niðurstöðu kom í ljós að greindarvísitala hennar er yfir meðallagi. Hún segir mikinn létti að hafa loksins fengið greininguna. „Það er eins og að horfa á epli og loksins samþykkja að það sé raunverulega epli sem maður er að horfa á,“ segir hún. Susan Boyle segir að hún hafi alltaf verið öðruvísi og þegar hún var að alast upp fann hún virkilega fyrir því. Hún reyndi í sífellu að geðjast að öðrum og vildi sanna sig. Það hafi orðið til þess að hún byrgði mikla reiði innra með sér. Greiningin og velgengin hafa breytt lífi hennar. „Asperger skilgreinir ekki hver ég er en þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa við og vinna með. Mér líður mjög vel núna og ég tel að fólk muni skilja mig betur núna, hver ég er og hvað ég get gert,“ segir Boyle. Ísland Got Talent Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Susan Boyle, söngkonan sem sló svo eftirminnilega í gegn í þáttunum Britain´s Got Talent árið 2009, var greind með heilkennið Asperger. Frá þessu segir hún í viðtali hjá Guardian. Þar segir Boyle að hún sé oft misskilin og hún hafi lesið um sjálfa sig í fjölmiðlum að hún sé með heilaskemmdir. Hún segist alltaf hafa vitað að hún væri öðruvísi en aðrir en það var ekki fyrr en í fyrra að hún komst að því að hún er haldin Asperger. Í rannsóknum sem hún fór í gegnum til að fá þessa niðurstöðu kom í ljós að greindarvísitala hennar er yfir meðallagi. Hún segir mikinn létti að hafa loksins fengið greininguna. „Það er eins og að horfa á epli og loksins samþykkja að það sé raunverulega epli sem maður er að horfa á,“ segir hún. Susan Boyle segir að hún hafi alltaf verið öðruvísi og þegar hún var að alast upp fann hún virkilega fyrir því. Hún reyndi í sífellu að geðjast að öðrum og vildi sanna sig. Það hafi orðið til þess að hún byrgði mikla reiði innra með sér. Greiningin og velgengin hafa breytt lífi hennar. „Asperger skilgreinir ekki hver ég er en þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa við og vinna með. Mér líður mjög vel núna og ég tel að fólk muni skilja mig betur núna, hver ég er og hvað ég get gert,“ segir Boyle.
Ísland Got Talent Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira