Flautukarfa Ellis batt enda á sigurgöngu Trail Blazers |Pacers vann uppgjör efstu liðanna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. desember 2013 11:00 Monta Ellis skorar sigurkörfuna í nót mynd/nordic photos/ap Monta Ellis tryggði Dallas Mavericks tveggja stiga sigur á Portland Trail Blazers 108-106 NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Á sama tíma vann Indiana Pacers sjaldgæfan sigur á San Antonio Spurs í Texas 111-100. Það vantaði ekki dramatíkina í Portland í nótt. Damian Lillard jafnaði metin í 106-106 með þriggja stiga körfu þegar 1,9 sekúndur voru til leiksloka. Sá tími dugði Ellis sem hitti úr löngu tveggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Dirk Nowitzki fór á kostum í leiknum og skoraði 28 stig fyrir Dallas. Ellis skoraði 22 stig og Jose Calderon og Dejuan Blair 15 stig hvor. Portland hafði unnið fjóra leiki í röð þegar koma að leiknum í nótt en liðið hefur ekki byrjað betur í deildinni síðan árið 1990. Liðið hefur unið 17 leiki og aðeins tapað 4 og leikið frábærlega. Damian Lillard skoraði 32 stig fyrir liði, Niclas Batum 22 og LaMarcus Aldridge 19 auk þess að taka 13 fráköst. Indiana Pacers batt enda á 11 leikja taphrinu gegn San Antonio Spurs í Texas þegar liðið vann öruggan sigur í nótt. Indiana hefur byrjað allra liða best á leiktíðinni en samtals höfðu liðið tapað fimm leikjum þegar flautað var til leiks í nótt. Indiana hefur unnið 18 af 20 leikjum sínum og San Antonio 15 af 19 leikjum sínum eftir tapið í nótt. Indiana gerði út um leikinn í þriðja leikhluta. Liðið skoraði þá 35 stig gegn 17 og náði 22 stiga forystu sem aldrei var í hættu. Sjö leikmenn Indiana skoruðu 12 stig eða meira. Paul George skoraði mest 28 stig og David West 20. Hjá Spurs skoraði Kawhi Leonard 18 stig og Manu Ginobili 16. LeBron James fór fyrir meisturum Miami Heat sem skelltu Kevin Love-lausum Minnesota Timberwolves 103-82. James skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 19 stig. Kevin Martin skoraði 19 stig fyrir Minnesota en hann hitti aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Nikola Pekovic skoraði 18 stig en Minnesota átti fá svör við varnarleik Miami en liðið hitti úr innan við 30% skota sinna. Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers – Denver Nuggets 92-103 Cleveland Cavaliers – Los Angeles Clippers 88-82 Chicago Bulls – Detroit Pistons 75-92 Memphis Grizzlies – Golden State Warriors 82-108 Minnesota Timberwolves – Miami Heat 82-103 Milwaukee Bucks – Brooklyn Nets 82-90 San Antonio Spurs – Indiana Pacers 100-111 Utah Jazz – Sacramento Kings 102-112 Portland Trail Blazers – Dallas Mavericks 106-108 NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Monta Ellis tryggði Dallas Mavericks tveggja stiga sigur á Portland Trail Blazers 108-106 NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Á sama tíma vann Indiana Pacers sjaldgæfan sigur á San Antonio Spurs í Texas 111-100. Það vantaði ekki dramatíkina í Portland í nótt. Damian Lillard jafnaði metin í 106-106 með þriggja stiga körfu þegar 1,9 sekúndur voru til leiksloka. Sá tími dugði Ellis sem hitti úr löngu tveggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Dirk Nowitzki fór á kostum í leiknum og skoraði 28 stig fyrir Dallas. Ellis skoraði 22 stig og Jose Calderon og Dejuan Blair 15 stig hvor. Portland hafði unnið fjóra leiki í röð þegar koma að leiknum í nótt en liðið hefur ekki byrjað betur í deildinni síðan árið 1990. Liðið hefur unið 17 leiki og aðeins tapað 4 og leikið frábærlega. Damian Lillard skoraði 32 stig fyrir liði, Niclas Batum 22 og LaMarcus Aldridge 19 auk þess að taka 13 fráköst. Indiana Pacers batt enda á 11 leikja taphrinu gegn San Antonio Spurs í Texas þegar liðið vann öruggan sigur í nótt. Indiana hefur byrjað allra liða best á leiktíðinni en samtals höfðu liðið tapað fimm leikjum þegar flautað var til leiks í nótt. Indiana hefur unnið 18 af 20 leikjum sínum og San Antonio 15 af 19 leikjum sínum eftir tapið í nótt. Indiana gerði út um leikinn í þriðja leikhluta. Liðið skoraði þá 35 stig gegn 17 og náði 22 stiga forystu sem aldrei var í hættu. Sjö leikmenn Indiana skoruðu 12 stig eða meira. Paul George skoraði mest 28 stig og David West 20. Hjá Spurs skoraði Kawhi Leonard 18 stig og Manu Ginobili 16. LeBron James fór fyrir meisturum Miami Heat sem skelltu Kevin Love-lausum Minnesota Timberwolves 103-82. James skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 19 stig. Kevin Martin skoraði 19 stig fyrir Minnesota en hann hitti aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Nikola Pekovic skoraði 18 stig en Minnesota átti fá svör við varnarleik Miami en liðið hitti úr innan við 30% skota sinna. Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers – Denver Nuggets 92-103 Cleveland Cavaliers – Los Angeles Clippers 88-82 Chicago Bulls – Detroit Pistons 75-92 Memphis Grizzlies – Golden State Warriors 82-108 Minnesota Timberwolves – Miami Heat 82-103 Milwaukee Bucks – Brooklyn Nets 82-90 San Antonio Spurs – Indiana Pacers 100-111 Utah Jazz – Sacramento Kings 102-112 Portland Trail Blazers – Dallas Mavericks 106-108
NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira