Flautukarfa Ellis batt enda á sigurgöngu Trail Blazers |Pacers vann uppgjör efstu liðanna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. desember 2013 11:00 Monta Ellis skorar sigurkörfuna í nót mynd/nordic photos/ap Monta Ellis tryggði Dallas Mavericks tveggja stiga sigur á Portland Trail Blazers 108-106 NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Á sama tíma vann Indiana Pacers sjaldgæfan sigur á San Antonio Spurs í Texas 111-100. Það vantaði ekki dramatíkina í Portland í nótt. Damian Lillard jafnaði metin í 106-106 með þriggja stiga körfu þegar 1,9 sekúndur voru til leiksloka. Sá tími dugði Ellis sem hitti úr löngu tveggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Dirk Nowitzki fór á kostum í leiknum og skoraði 28 stig fyrir Dallas. Ellis skoraði 22 stig og Jose Calderon og Dejuan Blair 15 stig hvor. Portland hafði unnið fjóra leiki í röð þegar koma að leiknum í nótt en liðið hefur ekki byrjað betur í deildinni síðan árið 1990. Liðið hefur unið 17 leiki og aðeins tapað 4 og leikið frábærlega. Damian Lillard skoraði 32 stig fyrir liði, Niclas Batum 22 og LaMarcus Aldridge 19 auk þess að taka 13 fráköst. Indiana Pacers batt enda á 11 leikja taphrinu gegn San Antonio Spurs í Texas þegar liðið vann öruggan sigur í nótt. Indiana hefur byrjað allra liða best á leiktíðinni en samtals höfðu liðið tapað fimm leikjum þegar flautað var til leiks í nótt. Indiana hefur unnið 18 af 20 leikjum sínum og San Antonio 15 af 19 leikjum sínum eftir tapið í nótt. Indiana gerði út um leikinn í þriðja leikhluta. Liðið skoraði þá 35 stig gegn 17 og náði 22 stiga forystu sem aldrei var í hættu. Sjö leikmenn Indiana skoruðu 12 stig eða meira. Paul George skoraði mest 28 stig og David West 20. Hjá Spurs skoraði Kawhi Leonard 18 stig og Manu Ginobili 16. LeBron James fór fyrir meisturum Miami Heat sem skelltu Kevin Love-lausum Minnesota Timberwolves 103-82. James skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 19 stig. Kevin Martin skoraði 19 stig fyrir Minnesota en hann hitti aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Nikola Pekovic skoraði 18 stig en Minnesota átti fá svör við varnarleik Miami en liðið hitti úr innan við 30% skota sinna. Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers – Denver Nuggets 92-103 Cleveland Cavaliers – Los Angeles Clippers 88-82 Chicago Bulls – Detroit Pistons 75-92 Memphis Grizzlies – Golden State Warriors 82-108 Minnesota Timberwolves – Miami Heat 82-103 Milwaukee Bucks – Brooklyn Nets 82-90 San Antonio Spurs – Indiana Pacers 100-111 Utah Jazz – Sacramento Kings 102-112 Portland Trail Blazers – Dallas Mavericks 106-108 NBA Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Monta Ellis tryggði Dallas Mavericks tveggja stiga sigur á Portland Trail Blazers 108-106 NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Á sama tíma vann Indiana Pacers sjaldgæfan sigur á San Antonio Spurs í Texas 111-100. Það vantaði ekki dramatíkina í Portland í nótt. Damian Lillard jafnaði metin í 106-106 með þriggja stiga körfu þegar 1,9 sekúndur voru til leiksloka. Sá tími dugði Ellis sem hitti úr löngu tveggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Dirk Nowitzki fór á kostum í leiknum og skoraði 28 stig fyrir Dallas. Ellis skoraði 22 stig og Jose Calderon og Dejuan Blair 15 stig hvor. Portland hafði unnið fjóra leiki í röð þegar koma að leiknum í nótt en liðið hefur ekki byrjað betur í deildinni síðan árið 1990. Liðið hefur unið 17 leiki og aðeins tapað 4 og leikið frábærlega. Damian Lillard skoraði 32 stig fyrir liði, Niclas Batum 22 og LaMarcus Aldridge 19 auk þess að taka 13 fráköst. Indiana Pacers batt enda á 11 leikja taphrinu gegn San Antonio Spurs í Texas þegar liðið vann öruggan sigur í nótt. Indiana hefur byrjað allra liða best á leiktíðinni en samtals höfðu liðið tapað fimm leikjum þegar flautað var til leiks í nótt. Indiana hefur unnið 18 af 20 leikjum sínum og San Antonio 15 af 19 leikjum sínum eftir tapið í nótt. Indiana gerði út um leikinn í þriðja leikhluta. Liðið skoraði þá 35 stig gegn 17 og náði 22 stiga forystu sem aldrei var í hættu. Sjö leikmenn Indiana skoruðu 12 stig eða meira. Paul George skoraði mest 28 stig og David West 20. Hjá Spurs skoraði Kawhi Leonard 18 stig og Manu Ginobili 16. LeBron James fór fyrir meisturum Miami Heat sem skelltu Kevin Love-lausum Minnesota Timberwolves 103-82. James skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 19 stig. Kevin Martin skoraði 19 stig fyrir Minnesota en hann hitti aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Nikola Pekovic skoraði 18 stig en Minnesota átti fá svör við varnarleik Miami en liðið hitti úr innan við 30% skota sinna. Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers – Denver Nuggets 92-103 Cleveland Cavaliers – Los Angeles Clippers 88-82 Chicago Bulls – Detroit Pistons 75-92 Memphis Grizzlies – Golden State Warriors 82-108 Minnesota Timberwolves – Miami Heat 82-103 Milwaukee Bucks – Brooklyn Nets 82-90 San Antonio Spurs – Indiana Pacers 100-111 Utah Jazz – Sacramento Kings 102-112 Portland Trail Blazers – Dallas Mavericks 106-108
NBA Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira