NBA í nótt: Kyle Korver með þrist í 90. leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 10:26 Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð en Korver setti niður tvær slíkar í 108-89 sigri Atlanta Hawks á Cleveland Cavaliers. Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum, Oklahoma City Thunder er á sigurbraut og New York Knicks vann loksins á heimavelli.NBA-met féll þegar Atlanta Hawks vann öruggan 108-89 sigur á Cleveland Cavaliers. Kyle Korver bætti met Dana Barros þegar hann setti niður þrist þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Dana Barros skoraði þriggja stiga körfur í 89 leikjum í röð frá 1994 til 1996. Korver hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 10 stig. Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig en Dion Waiters skoraði 30 stig fyrir Cleveland. Kyrie Irving hjá Cleveland klikkaði hinsvegar á öllum 9 skotum sínum í leiknum.Wesley Matthews skoraði 24 stig og LaMarcus Aldridge var með 20 stig og 15 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 130-98 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í sextán leikjum og Portland setti félagsmet með því að skora sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig og Frakkinn Nicolas Batum var með 13 stig.Carmelo Anthony var með 20 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði sjö leikja taphrinu á heimavelli með því að vinna Orlando Magic 121-83. Þetta var annar sannfærandi sigur liðsins á einum sólarhring því kvöldið áður fór New York liðið illa með nágranna sína í Brooklyn Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem New York vinnur tvo leiki í röð í vetur en liðið var búið að tapa níu leikjum í röð fyrir þessa flottu sigra. Andrea Bargnani og J.R. Smith skoruðu báðir 17 stig fyrir New York.Kevin Durant skoraði 29 stig og Russell Westbrook var með 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 109-95 útisigur á New Orleans Pelicans. Serge Ibaka bætti við 17 stigum og 13 fráköstum en Ryan Anderson skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 18 stig.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 22 stig og 18 fráköst þegar Houston Rockets endaði tveggja leikja taphrinu með 105-83 sannfærandi sigir á Golden State Warriors. Stephen Curry skoraði 22 stig fyrir Golden StateJodie Meeks setti niður tvo dýrmæta þrista á lokamínútunum og skoraði alls 19 stig þegar Los Angeles Lakers vann 106-100 sigur á Sacramento Kings í síðasta leik sínum fyrir endurkomu Kobe Bryant. Pau Gasol var með 19 stig og 7 fráköst og Steve Blake bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum.Svíinn Jeffery Taylor setti persónulegt met með því að skora 20 stig í 105-88 sigri Charlotte Bobcats á Philadelphia 76ers. Taylor fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði 9 af fyrsti 22 stigum liðsins.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 105-88 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 105-109 (framlengt) Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 108-89 Boston Celtics - Denver Nuggets 106-98 New York Knicks - Orlando Magic 121-83 Houston Rockets - Golden State Warriors 105-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 95-109 Phoenix Suns - Toronto Raptors 106-97 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 130-98 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 100-106 NBA Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð en Korver setti niður tvær slíkar í 108-89 sigri Atlanta Hawks á Cleveland Cavaliers. Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum, Oklahoma City Thunder er á sigurbraut og New York Knicks vann loksins á heimavelli.NBA-met féll þegar Atlanta Hawks vann öruggan 108-89 sigur á Cleveland Cavaliers. Kyle Korver bætti met Dana Barros þegar hann setti niður þrist þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Dana Barros skoraði þriggja stiga körfur í 89 leikjum í röð frá 1994 til 1996. Korver hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 10 stig. Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig en Dion Waiters skoraði 30 stig fyrir Cleveland. Kyrie Irving hjá Cleveland klikkaði hinsvegar á öllum 9 skotum sínum í leiknum.Wesley Matthews skoraði 24 stig og LaMarcus Aldridge var með 20 stig og 15 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 130-98 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í sextán leikjum og Portland setti félagsmet með því að skora sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig og Frakkinn Nicolas Batum var með 13 stig.Carmelo Anthony var með 20 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði sjö leikja taphrinu á heimavelli með því að vinna Orlando Magic 121-83. Þetta var annar sannfærandi sigur liðsins á einum sólarhring því kvöldið áður fór New York liðið illa með nágranna sína í Brooklyn Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem New York vinnur tvo leiki í röð í vetur en liðið var búið að tapa níu leikjum í röð fyrir þessa flottu sigra. Andrea Bargnani og J.R. Smith skoruðu báðir 17 stig fyrir New York.Kevin Durant skoraði 29 stig og Russell Westbrook var með 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 109-95 útisigur á New Orleans Pelicans. Serge Ibaka bætti við 17 stigum og 13 fráköstum en Ryan Anderson skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 18 stig.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 22 stig og 18 fráköst þegar Houston Rockets endaði tveggja leikja taphrinu með 105-83 sannfærandi sigir á Golden State Warriors. Stephen Curry skoraði 22 stig fyrir Golden StateJodie Meeks setti niður tvo dýrmæta þrista á lokamínútunum og skoraði alls 19 stig þegar Los Angeles Lakers vann 106-100 sigur á Sacramento Kings í síðasta leik sínum fyrir endurkomu Kobe Bryant. Pau Gasol var með 19 stig og 7 fráköst og Steve Blake bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum.Svíinn Jeffery Taylor setti persónulegt met með því að skora 20 stig í 105-88 sigri Charlotte Bobcats á Philadelphia 76ers. Taylor fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði 9 af fyrsti 22 stigum liðsins.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 105-88 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 105-109 (framlengt) Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 108-89 Boston Celtics - Denver Nuggets 106-98 New York Knicks - Orlando Magic 121-83 Houston Rockets - Golden State Warriors 105-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 95-109 Phoenix Suns - Toronto Raptors 106-97 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 130-98 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 100-106
NBA Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira