Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍR 33-25 | Breiddin meiri hjá Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafonehöllinni skrifar 5. desember 2013 16:35 mynd/valli Valur lagði ÍR 33-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍR var yfir í hálfleik 15-14 en breiddin var meiri hjá Val og það skipti sköpum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. ÍR var þó skrefinu á undan lengst af en gæði handboltans í fyrri hálfleik voru ekki mikil. Liðin gerðu mjög mörg tæknileg mistök og hraðinn í leiknum var lítill. Engin barátta var í Val í fyrri hálfleik og voru ÍR-ingar í raun klaufar að vera ekki meira en einu marki yfir. Liðin voru lengi í gang í seinni hálfleik og má segja að ÍR hafi aldrei komst í gang í seinni hálfleik. Valur gekk á lagið er leið á leikinn, fann baráttu andan sem vantaði framan af leik og keyrði yfir ÍR með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum. ÍR var slakt í vörn sem sókn í seinni hálfleik og sá í raun aldrei til sólar. Björgvin Hólmgeirsson var meiddur og munaði mikið um hann því sóknarmenn ÍR virtust þreytast mikið og hreinlega sprungu í seinni hálfleik. Hlynur Morthens sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik var mjög góður í marki Vals í seinni hálfleik og Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum á hinum enda vallarins. Valur lyfti sér með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar en liðið þarf að bíða eftir úrslitum úr leik FH og ÍBV á laugardaginn til að fá úr því skorið hvort liðið komist í deildarbikarinn sem leikinn verður um aðra helgi. Ólafur: Það kom hjarta í þetta í seinni hálfleik„Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Val sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik. „Það var allt,“ sem var að að sögn Ólafs. „Vörn og sókn. Allt. Menn voru andlausir. Tempóið var fáránlega hægt og vesen. „ÍR var án Bjögga og við á heimavelli. Að leyfa sér þennan hálftíma er okkur til smá skammar sem lið. Það er ekki vinsælt en góðu fréttirnar eru að kom smá hjarta í þetta í seinni hálfleik og það var gott. „Við höfum úr meiri breidd að vinna en aðallega var þetta hjartað sem fór í gang í hálfleik,“ sagði Ólafur. Bjarki: Hraðaupphlaup Vals skildu á milli„Menn eiga ekki að springa í svona leik. Við vorum að spila agaðan bolta í fyrri hálfleik og ekkert sem var að koma okkur á óvart og við erum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa gert fullt af teknískum feilum í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Mér fannst Valsmenn ganga á lagið. Við fáum á okkur mikið af brottrekstrum sem olli því að þeir komust inn í leikinn og sóknarlega vorum við ráðlausir. Við vorum ekki að gera það sem fyrir okkur var lagt og menn að klikka úr opnum færum. Þeir keyra í bakið. „Hraðaupphlaup Vals voru það sem skildu á milli liðana. Varnarlega náðum við að halda í þá þegar við vorum jafn margir inni á vellinum. Einum fleiri hjá Val þá áttum við lítil svör. Það er mjög erfitt fyrir markmenn að standa fyrir aftan svoleiðis vörn þar sem lið er einum færra og hinir fá sex metra færi,“ sagði Bjarki. ÍR náði ekki að fylla í það skarð sem opnaðist við það að Björgvin Hólmgeirsson var meiddur. „Þetta hefði spilast öðruvísi ef við værum með mannað lið en það á að koma maður í manns stað og menn eiga að geta sýnt og sannað sig inni á vellinum þegar þeir fá tækifæri. Þetta á ekki að spilast á reynsluleysi hjá leikmönnum. „Bjöggi er þýðingamikill póstur hjá okkur og það er erfitt að missa hann út. Við höfum æft með nýja menn inni í stöðunni hans í staðin og við höfum æft það í allan vetur en það skiptir kannski ekki öllu. Það er samheldni liðsins og að menn sýni aga og við brotnum á einhverjum fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. „Menn fara í óöguð skot í stað þess að halda þessum aga sem við gerðum í fyrri hálfleik og það er eins og við manninn mælt, við fáum hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup í bakið. Þegar þú gerir svona mistök sóknarlega þá eru þau dýr, sérstaklega þegar þú hleypur ekki heim,“ sagði Bjarki.mynd/vallimynd/valli Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Valur lagði ÍR 33-25 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍR var yfir í hálfleik 15-14 en breiddin var meiri hjá Val og það skipti sköpum í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. ÍR var þó skrefinu á undan lengst af en gæði handboltans í fyrri hálfleik voru ekki mikil. Liðin gerðu mjög mörg tæknileg mistök og hraðinn í leiknum var lítill. Engin barátta var í Val í fyrri hálfleik og voru ÍR-ingar í raun klaufar að vera ekki meira en einu marki yfir. Liðin voru lengi í gang í seinni hálfleik og má segja að ÍR hafi aldrei komst í gang í seinni hálfleik. Valur gekk á lagið er leið á leikinn, fann baráttu andan sem vantaði framan af leik og keyrði yfir ÍR með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum. ÍR var slakt í vörn sem sókn í seinni hálfleik og sá í raun aldrei til sólar. Björgvin Hólmgeirsson var meiddur og munaði mikið um hann því sóknarmenn ÍR virtust þreytast mikið og hreinlega sprungu í seinni hálfleik. Hlynur Morthens sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik var mjög góður í marki Vals í seinni hálfleik og Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason fóru á kostum á hinum enda vallarins. Valur lyfti sér með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar en liðið þarf að bíða eftir úrslitum úr leik FH og ÍBV á laugardaginn til að fá úr því skorið hvort liðið komist í deildarbikarinn sem leikinn verður um aðra helgi. Ólafur: Það kom hjarta í þetta í seinni hálfleik„Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Val sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik. „Það var allt,“ sem var að að sögn Ólafs. „Vörn og sókn. Allt. Menn voru andlausir. Tempóið var fáránlega hægt og vesen. „ÍR var án Bjögga og við á heimavelli. Að leyfa sér þennan hálftíma er okkur til smá skammar sem lið. Það er ekki vinsælt en góðu fréttirnar eru að kom smá hjarta í þetta í seinni hálfleik og það var gott. „Við höfum úr meiri breidd að vinna en aðallega var þetta hjartað sem fór í gang í hálfleik,“ sagði Ólafur. Bjarki: Hraðaupphlaup Vals skildu á milli„Menn eiga ekki að springa í svona leik. Við vorum að spila agaðan bolta í fyrri hálfleik og ekkert sem var að koma okkur á óvart og við erum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa gert fullt af teknískum feilum í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Mér fannst Valsmenn ganga á lagið. Við fáum á okkur mikið af brottrekstrum sem olli því að þeir komust inn í leikinn og sóknarlega vorum við ráðlausir. Við vorum ekki að gera það sem fyrir okkur var lagt og menn að klikka úr opnum færum. Þeir keyra í bakið. „Hraðaupphlaup Vals voru það sem skildu á milli liðana. Varnarlega náðum við að halda í þá þegar við vorum jafn margir inni á vellinum. Einum fleiri hjá Val þá áttum við lítil svör. Það er mjög erfitt fyrir markmenn að standa fyrir aftan svoleiðis vörn þar sem lið er einum færra og hinir fá sex metra færi,“ sagði Bjarki. ÍR náði ekki að fylla í það skarð sem opnaðist við það að Björgvin Hólmgeirsson var meiddur. „Þetta hefði spilast öðruvísi ef við værum með mannað lið en það á að koma maður í manns stað og menn eiga að geta sýnt og sannað sig inni á vellinum þegar þeir fá tækifæri. Þetta á ekki að spilast á reynsluleysi hjá leikmönnum. „Bjöggi er þýðingamikill póstur hjá okkur og það er erfitt að missa hann út. Við höfum æft með nýja menn inni í stöðunni hans í staðin og við höfum æft það í allan vetur en það skiptir kannski ekki öllu. Það er samheldni liðsins og að menn sýni aga og við brotnum á einhverjum fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik. „Menn fara í óöguð skot í stað þess að halda þessum aga sem við gerðum í fyrri hálfleik og það er eins og við manninn mælt, við fáum hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup í bakið. Þegar þú gerir svona mistök sóknarlega þá eru þau dýr, sérstaklega þegar þú hleypur ekki heim,“ sagði Bjarki.mynd/vallimynd/valli
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira