Framsóknarmenn ánægðastir með tillögur um skuldaniðurfellingu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. desember 2013 10:01 mynd/GVA Fylgi við ríkisstjórnarflokkana minnkar og flokkarnir fengju samanlagt 43,4 prósent fylgi ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðunarkönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð í byrjun vikunnar eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum voru kynntar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,3% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 20,1%. Þetta er nærri átta prósentustigum minna en flokkarnir fengu í þingkosningum í apríl sl. En þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26,7% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 24,4%. Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta allir við sig fylgi. Björt framtíð bætir mestu við sig og fer úr 8,2 prósentum í 13,7 prósent. Í könnunni kemur fram að ánægja kjósenda stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með tillögur ríkisstjórnarinnar um leiðréttingar skulda er mun meiri en þeirra sem myndu kjósa aðra flokka. Kjósendur Framsóknarflokksins eru ánægðastir með tillögur ríkisstjórnarinnar en um 48 prósent kjósenda flokksins eru mjög ánægðir og 44 prósent eru frekar ánægðir. Aðeins 2 prósent þeirra eru mjög óánægð með tillögurnar. 34 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru mjög ánægðir og 47 prósent þeirra eru frekar ánægðir. 34 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar eru mjög eða frekar ánægðir. 20 prósent kjósenda Samfylkingarinnar og 18 prósent kjósenda VG eru mjög eða frekar ánægðir. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Fylgi við ríkisstjórnarflokkana minnkar og flokkarnir fengju samanlagt 43,4 prósent fylgi ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðunarkönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð í byrjun vikunnar eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum voru kynntar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,3% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 20,1%. Þetta er nærri átta prósentustigum minna en flokkarnir fengu í þingkosningum í apríl sl. En þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26,7% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 24,4%. Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta allir við sig fylgi. Björt framtíð bætir mestu við sig og fer úr 8,2 prósentum í 13,7 prósent. Í könnunni kemur fram að ánægja kjósenda stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með tillögur ríkisstjórnarinnar um leiðréttingar skulda er mun meiri en þeirra sem myndu kjósa aðra flokka. Kjósendur Framsóknarflokksins eru ánægðastir með tillögur ríkisstjórnarinnar en um 48 prósent kjósenda flokksins eru mjög ánægðir og 44 prósent eru frekar ánægðir. Aðeins 2 prósent þeirra eru mjög óánægð með tillögurnar. 34 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru mjög ánægðir og 47 prósent þeirra eru frekar ánægðir. 34 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar eru mjög eða frekar ánægðir. 20 prósent kjósenda Samfylkingarinnar og 18 prósent kjósenda VG eru mjög eða frekar ánægðir.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira