Orðið hakkari hefur orðið klisjunni að bráð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2013 21:06 Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson. Vodafone-innbrotið Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira