Eftirlitsstofnanir með síma- og netfyrirtækjum í fjársvelti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2013 18:09 Innanríkisráðherra segir Persónuvernd ekki geta sinnt frumkvæðisskyldu sinni og síma- og netfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Vodafone-innbrotið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira