NBA í nótt: Sextándi sigur Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2013 09:02 Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Indiana vann LA Clippers, 105-100, þar sem Paul George fór mikinn en hann var alls með 27 stig og tólf fráköst. David West skoraði 24 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta. Jamal Crawford var með 20 stig fyrir Clippers og Chris Paul sautján. Blake Griffin var með sextán stig og tólf fráköst. Þetta var fyrsti leikur Clippers eftir að liðið fékk þær fregnir að JJ Redick verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er með brotið bein og rifið liðband í skothöndinni sinni. Miami vann Charlotte, 99-98. Chris Bosh skoraði þrettán stig í röð fyrir Miami á lokamínútum leiksins, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Þetta var tíundi sigur Miami í röð en Bosh kom Miami tveimur stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. LeBron James skoraði 26 stig og Bosh alls 22 stig. Oklahoma City vann Minnesota, 113-103. Kevin Durant var með sína fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu en hann var með 32 stig, tíu fráköst og tólf stoðsendingar. Oklahoma City hefur nú unnið sjö leiki í röð, er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og hefur unnið alla níu heimaleiki sína þetta tímabilið. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2004 en þá hét það Seattle Supersonics. Golden State vann Sacramento, 115-113. Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State, þar af tólf í fjórða leikhluta. Hann var með tíu stoðsendingar þar að auki. Detroit vann Philadelphia, 115-100. Þar átti Andre Drummond stórleik en hann var með 31 stig, nítján fráköst og sex stolna bolta. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær álíka framlagi síðan að Hakeem Olajuwon árið 1990.Úrslit næturinnar: Toronto - Denver 98-112 LA Clippers - Indiana 100-105 Detroit - Philadelphia 115-100 Sacramento - Golden State 113-115 Miami - Charlotte 99-98 Oklahoma City - Minnesota 113-103 New York Knicks - New Orleans 99-103 LA Lakers - Portland 108-114 NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Indiana vann LA Clippers, 105-100, þar sem Paul George fór mikinn en hann var alls með 27 stig og tólf fráköst. David West skoraði 24 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta. Jamal Crawford var með 20 stig fyrir Clippers og Chris Paul sautján. Blake Griffin var með sextán stig og tólf fráköst. Þetta var fyrsti leikur Clippers eftir að liðið fékk þær fregnir að JJ Redick verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er með brotið bein og rifið liðband í skothöndinni sinni. Miami vann Charlotte, 99-98. Chris Bosh skoraði þrettán stig í röð fyrir Miami á lokamínútum leiksins, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Þetta var tíundi sigur Miami í röð en Bosh kom Miami tveimur stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. LeBron James skoraði 26 stig og Bosh alls 22 stig. Oklahoma City vann Minnesota, 113-103. Kevin Durant var með sína fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu en hann var með 32 stig, tíu fráköst og tólf stoðsendingar. Oklahoma City hefur nú unnið sjö leiki í röð, er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og hefur unnið alla níu heimaleiki sína þetta tímabilið. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2004 en þá hét það Seattle Supersonics. Golden State vann Sacramento, 115-113. Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State, þar af tólf í fjórða leikhluta. Hann var með tíu stoðsendingar þar að auki. Detroit vann Philadelphia, 115-100. Þar átti Andre Drummond stórleik en hann var með 31 stig, nítján fráköst og sex stolna bolta. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær álíka framlagi síðan að Hakeem Olajuwon árið 1990.Úrslit næturinnar: Toronto - Denver 98-112 LA Clippers - Indiana 100-105 Detroit - Philadelphia 115-100 Sacramento - Golden State 113-115 Miami - Charlotte 99-98 Oklahoma City - Minnesota 113-103 New York Knicks - New Orleans 99-103 LA Lakers - Portland 108-114
NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira