Innlent

Um 10 þúsund manns sótt Vodafone gögnin

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Í kringum 10 þúsund manns hafa sótt gögnin á vefsíðuna Deildu.net.
Í kringum 10 þúsund manns hafa sótt gögnin á vefsíðuna Deildu.net. Mynd/Daníel
Í kringum 10 þúsund manns hafa sótt gögnin á vefsíðuna Deildu.net sem tyrneski hakkarinn lak eftir að hafa stolið þeim frá Vodafone.

Eins og fram hefur komið eru þúsundir persónulegra skilaboða í dreifingu meðal manna eftir árásina á Vodafone, en í þeim er að finna til að mynda ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofnunum.

Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi í dag við sálfræðing sem taldi gögnin geta haft djúpstæðar afleiðingar á líf og líðan þeirra einstaklinga sem koma fyrir í þessum gögnum.

Þá biðlaði Vodafone til manna að dreifa ekki þessum gögnum og höfðaði til samvisku manna um að sýna aðgát í nærveru sálar.


Tengdar fréttir

Kannaðu hvort upplýsingar um þig láku

Sett hefur verið upp heimasíða þar sem notendur geta athugað hvort upplýsingar um þá hafi fundist í gögnum sem stolið var af Vodafone.

Vodafonelekinn: Hefur djúpstæð áhrif á sálarheill fólks

"Þetta mun mögulega kom til með að hafa djúpstæðar afleiðingar á líf og líðan nokkurra einstaklinga," segir sálfræðingur um árásina á Vodafone. Þúsundir persónulegra skilaboða eru nú í dreifingu á meðal manna og getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálarheill fólks.

Eftirlit lítið sem ekkert

Eftirlit með fyrirtækjum sem safna persónuuplýsingum almennings er lítið sem ekkert. Persónuvernd hefur ekki mannafla til að taka upp mál af eigin frumkvæði.

Þúsundir lykilorða komin á netið

30 þúsund kennitölur, ásamt símanúmeri og netföngum, eru meðal þeirra upplýsinga sem láku á netið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ráðuneytið vinna í málinu með viðeigandi undirstofnunum.

"Ég elska þig út af lífinu“

Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone.

Lögbrot hjá Vodafone

Lögfræðingar segja að gögn sem geymd eru allt að fjögur ár aftur í tímann brjóti líklegast gegn lögum.

Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum

Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt.

Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti

Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir.

Breytið lykilorðum ykkar

Vodafone beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is að breyta lykilorðum sínum að tölvupósti og samfélagsmiðlum.

Getur haft óafturkræfan skaða í för með sér

Vodafone biðlar til fólks um að eyða gögnunum sem stolið var af heimasíðu fyrirtækisins. Um persónuleg gögn sé að ræða sem geti valdið saklausu fólki óafturkræfan skaða í för með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×