Í þessu myndbandi er hægt að læra að gera einfalda en fallega greiðslu í sítt hár en greiðsluna má líka finna í bókinni Lokkar eftir Theodóru Mjöll, höfund metsölubókarinnar Hárið.
Í Lokkum er að finna aragrúa af skemmtilegum hárgreiðslum og þær útskýrðar á einfaldan og aðgengilegan hátt í máli og myndum.