Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 27-18 | Miklir yfirburðir Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:54 Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira