Hrein glös fyrir jól Úlfar Linnet skrifar 13. desember 2013 09:39 Úlfar Linnet. Einn af vandasamari þáttum jólaundirbúningsins eru þrif á bjórglösum. Glös sem þrifin eru af ást og alúð tryggja að hátíðarbjórinn njóti sýn til fulls. Illa þrifið bjórglas gerir bjórnum aftur á móti illt. Froðan hverfur á örskotsstundu, bjórinn verðu fljótt flatur, loftbólur setjast utan á glasið og það lítur illa út. Verstu tilfellin má finna í stéttarfélagsbústöðum þar sem fyrri leigjandi virðast stundum hafa þvegið upp úr smjöri og sé bjór helt í þau fær hann nær samstundis ásýnd eplasafa. Mikilvægt er að hafa í huga að velþrifið bjórglas gerir meira en að skila góðum bjór, það segir mikið um það hvern við höfum að geyma. Hvernig ferð þú með þitt bjórglas?Slúbbertinn Slúbbertinn horfir ekkert til þess að fita og bjór fara illa saman. Eftir að hafa drukkið mjólk úr bjórglasi stingur hann því alltaf uppþvottavélina. Í vélinni hittir glasið fyrir fitugar pönnur, diska þakta matarleifum og annan ófögnuð. Úr vélinni kemur glas sem er ekki bjór sæmandi.Sveimhuginn Bjórglasið heldur sinni stöðu sem bjórglas og kynnist ekki feitum drykkjum. Sveimhuginn er annars hugar þegar kemur að þrifum. Hann lætur uppþvottavélina um verkið og það kemur fyrir að glasið lendi þar með fitugum eldhúsáhöldum. Glasið nær sér aldrei alveg á strik.Menningarvitinn Í bjórglas menningarvitans fer aðeins bjór. Þegar kemur að þrifum eru teknir upp hanskar, uppþvottabursti og lyktarlaus uppþvottalögur. Undir volgri buni er byrjað á að þvo glasið að utan með litilli sápu. Glasið er ekki þvegið að innan en þess í stað er það skolað rækilega. Þegar glas er þurrkað með viskustykki festast þræðir úr stykkinu á innra borð glassins. Því notar menningarvitinn aldrei viskustykki en leyfir glasinu að þorna í rólegheitum á hvolfi.Glasanörður Glasanerðinum þykir svo vænt um bjórglösin sín að hann lætur enga sápu ná til þeirra. Þess í stað blandar hann sér þvottamassa úr matarsóda, salti og nokkrum dropum af vatni. Með tandurhreinu viskustykki tekur hann upp massann og skrúbbar glasið rækilega að utan og inna. Skolar að lokum með volgu vatni, hvolfir glasinu á grind og leyfir því að þorna. Jóladrykkir Úlfar Linnet Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp
Einn af vandasamari þáttum jólaundirbúningsins eru þrif á bjórglösum. Glös sem þrifin eru af ást og alúð tryggja að hátíðarbjórinn njóti sýn til fulls. Illa þrifið bjórglas gerir bjórnum aftur á móti illt. Froðan hverfur á örskotsstundu, bjórinn verðu fljótt flatur, loftbólur setjast utan á glasið og það lítur illa út. Verstu tilfellin má finna í stéttarfélagsbústöðum þar sem fyrri leigjandi virðast stundum hafa þvegið upp úr smjöri og sé bjór helt í þau fær hann nær samstundis ásýnd eplasafa. Mikilvægt er að hafa í huga að velþrifið bjórglas gerir meira en að skila góðum bjór, það segir mikið um það hvern við höfum að geyma. Hvernig ferð þú með þitt bjórglas?Slúbbertinn Slúbbertinn horfir ekkert til þess að fita og bjór fara illa saman. Eftir að hafa drukkið mjólk úr bjórglasi stingur hann því alltaf uppþvottavélina. Í vélinni hittir glasið fyrir fitugar pönnur, diska þakta matarleifum og annan ófögnuð. Úr vélinni kemur glas sem er ekki bjór sæmandi.Sveimhuginn Bjórglasið heldur sinni stöðu sem bjórglas og kynnist ekki feitum drykkjum. Sveimhuginn er annars hugar þegar kemur að þrifum. Hann lætur uppþvottavélina um verkið og það kemur fyrir að glasið lendi þar með fitugum eldhúsáhöldum. Glasið nær sér aldrei alveg á strik.Menningarvitinn Í bjórglas menningarvitans fer aðeins bjór. Þegar kemur að þrifum eru teknir upp hanskar, uppþvottabursti og lyktarlaus uppþvottalögur. Undir volgri buni er byrjað á að þvo glasið að utan með litilli sápu. Glasið er ekki þvegið að innan en þess í stað er það skolað rækilega. Þegar glas er þurrkað með viskustykki festast þræðir úr stykkinu á innra borð glassins. Því notar menningarvitinn aldrei viskustykki en leyfir glasinu að þorna í rólegheitum á hvolfi.Glasanörður Glasanerðinum þykir svo vænt um bjórglösin sín að hann lætur enga sápu ná til þeirra. Þess í stað blandar hann sér þvottamassa úr matarsóda, salti og nokkrum dropum af vatni. Með tandurhreinu viskustykki tekur hann upp massann og skrúbbar glasið rækilega að utan og inna. Skolar að lokum með volgu vatni, hvolfir glasinu á grind og leyfir því að þorna.
Jóladrykkir Úlfar Linnet Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp