Blóðbað í Brisbane | UFC gagnrýnt í Ástralíu 11. desember 2013 08:08 Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva. Áhorfendur á UFC Fight Night í Brisbane í Ástralíu urðu svo sannarlega vitni að blóðbaði þegar þungavigtarbardagamennirnir Antonio "Bigfoot" Silva og Mark Hunt mættust í átthyrningnum um síðustu helgi. Aðalbardagi kvöldsins stóð yfir í 25 mínútur og var afar blóðugur. Lögreglustjóri í Ástralíu, Andrew Scipione, hefur gagnrýnt UFC opinberlega eftir bardagann en í viðtali við The Australian líkti hann ljósmyndum af bardaganum saman við myndir teknar á glæpavettvangi af blæðandi fórnarlömbum. Blóðið flæddi ekki bara í bardaga Mark Hunt og Silva, sem endaði með sanngjörnu jafntefli, heldur var bardagi Ryan Bader og Anthony Perosh afar blóðugur en hann endaði með sannfærandi sigri Ryan Bader sem lá ofan á andstæðingi sínum í þrjár lotur og lét höggin dynja á honum.Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.Andrew Scipione hefur áður gagnrýnt UFC. Hann hefur lýst yfir áhyggjum af áhrifum íþróttarinnar á unga karlmenn og bent á leikinn "Knockout" í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings - en sá leikur gengur út á að ganga aftan að fólki og rota það upp úr þurru og hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Auk þess að líkja átthyrningnum í UFC við glæpavettvang um helgina sagði hann engar reglur gilda í þessu blóðbaði: "...bardagamennirnir eru eins og dýr lokuð í búri og meirihluti þeirra sem horfir á UFC eru ungir karlmenn," sagði hann. "Ef þetta ætti sér stað úti á götu myndi það vekja skelfingu og óhug hjá fólki."Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.UFC nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hefur unnið að því að kynna íþróttina utan Bandaríkjanna. En um leið og UFC verður þekktara út í heimi verða gagnrýnisraddir einnig háværari. Einnig hefur verið fjallað um málið á síðunni mmamania.com og þar er tekið undir að bardagi helgarinnar hafi verið mjög blóðugur en að sama skapi er Scipione gagnrýndur fyrir þekkingarleysi sitt á íþróttinni. Í gær tilkynnti UFC hver næsti andstæðingur Íslendingsins Gunnars Nelsonar verður í hringnum en Gunnar er eini íslenski bardagamaðurinn sem náði hefur að keppa í UFC. Erlendar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Áhorfendur á UFC Fight Night í Brisbane í Ástralíu urðu svo sannarlega vitni að blóðbaði þegar þungavigtarbardagamennirnir Antonio "Bigfoot" Silva og Mark Hunt mættust í átthyrningnum um síðustu helgi. Aðalbardagi kvöldsins stóð yfir í 25 mínútur og var afar blóðugur. Lögreglustjóri í Ástralíu, Andrew Scipione, hefur gagnrýnt UFC opinberlega eftir bardagann en í viðtali við The Australian líkti hann ljósmyndum af bardaganum saman við myndir teknar á glæpavettvangi af blæðandi fórnarlömbum. Blóðið flæddi ekki bara í bardaga Mark Hunt og Silva, sem endaði með sanngjörnu jafntefli, heldur var bardagi Ryan Bader og Anthony Perosh afar blóðugur en hann endaði með sannfærandi sigri Ryan Bader sem lá ofan á andstæðingi sínum í þrjár lotur og lét höggin dynja á honum.Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.Andrew Scipione hefur áður gagnrýnt UFC. Hann hefur lýst yfir áhyggjum af áhrifum íþróttarinnar á unga karlmenn og bent á leikinn "Knockout" í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings - en sá leikur gengur út á að ganga aftan að fólki og rota það upp úr þurru og hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Auk þess að líkja átthyrningnum í UFC við glæpavettvang um helgina sagði hann engar reglur gilda í þessu blóðbaði: "...bardagamennirnir eru eins og dýr lokuð í búri og meirihluti þeirra sem horfir á UFC eru ungir karlmenn," sagði hann. "Ef þetta ætti sér stað úti á götu myndi það vekja skelfingu og óhug hjá fólki."Úr bardaga Antonio Hunt og Mark Silva.UFC nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hefur unnið að því að kynna íþróttina utan Bandaríkjanna. En um leið og UFC verður þekktara út í heimi verða gagnrýnisraddir einnig háværari. Einnig hefur verið fjallað um málið á síðunni mmamania.com og þar er tekið undir að bardagi helgarinnar hafi verið mjög blóðugur en að sama skapi er Scipione gagnrýndur fyrir þekkingarleysi sitt á íþróttinni. Í gær tilkynnti UFC hver næsti andstæðingur Íslendingsins Gunnars Nelsonar verður í hringnum en Gunnar er eini íslenski bardagamaðurinn sem náði hefur að keppa í UFC.
Erlendar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira