Erlent

Schumacher í lífs­hættu

Boði Logason skrifar
Schumacher er 44 ára gamall Þjóðverji og einhver sigursælasti ökumaður Formúlu 1 kappakstursins frá upphafi.
Schumacher er 44 ára gamall Þjóðverji og einhver sigursælasti ökumaður Formúlu 1 kappakstursins frá upphafi. mynd/afp

Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er í lífshættu eftir skíðaslys í morgun. Honum er haldið sofandi í öndunarvél og telja læknar að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða.

Slysið varð í morgun á fjallasvæði Meribel í frönsku ölpunum. Þar var hann að skíða ásamt syni sínum og vinum. Hann missti jafnvægið og endaði á steinvegg. Hann var með hjálm en var fluttur með þyrlu á spítala.

Fyrstu fréttir bentu til þess að hann væri í góðu lagi, hann hafi einungis hlotið heilahristing og væri með meðvitund.

Þær fréttir hafa verið dregnar til baka, og er ástand heimsmeistarans fyrrverandi grafalvarlegt.

Schumacher er 44 ára gamall, og sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi.

Frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×