Gummi Ben ársins: Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt Stefán Árni Pálsson skrifar 28. desember 2013 15:00 Guðmundur Benediktsson. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich. Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich.
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti