Anton Sveinn og Eygló Ósk eru sundfólk ársins 24. desember 2013 12:30 Sundfólk ársins. mynd/sundsamband íslands Í dag var tilkynnt val á sundfólki ársins. Það var Ægisfólkið Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir sem var valið best í ár. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum. Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Í dag var tilkynnt val á sundfólki ársins. Það var Ægisfólkið Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir sem var valið best í ár. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum.
Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira