Eva Joly og afkvæmið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. janúar 2013 08:00 Nú eru bráðum fjögur ár síðan Eva Joly kom til Íslands til að gefa stjórnvöldum ráð um hvernig ganga skyldi milli bols og höfuðs á meintum fjárglæframönnum eftir bankahrun. Strax kom hún galvösk, með bros á vör í viðtal í sjónvarpi og lýsti yfir sekt manna á báða bóga, meira að segja í einstöku dómsmáli. Í næstu setningu tók hún fram að hún þekkti hvorki haus né sporð á dómsmálinu, en líkindin með öðrum málum sem hún kunni skil á voru augljós, sagði hún. Spyrillinn kinkaði kolli og gat ekki leynt aðdáun sinni. Síðan hefur hún mætt í sjónvarp af og til, alltaf kinkar spyrillinn kolli af sama ákafa. Hún hefur aldrei fengið erfiða spurningu. Ég kynntist Evu Joly fyrir mörgum árum. Hún er snaggaraleg, hvatvís og djörf kona, sem á sér ótrúlegt lífshlaup. Með miklu harðfylgi fór hún fyrir rannsóknum mála í Frakklandi sem leiddu til handtöku og dóms yfir sakamönnum sem í marga áratugi höfðu komist upp með spillingu, ofbeldi og fjárglæfra í skjóli illa fengins auðs.Blóðfórnir Í þeim slag voru blóðfórnir færðar, fólk var myrt. Gerð var tilraun til að koma Evu sjálfri fyrir kattarnef. Lífverðir gættu hennar dag og nótt. Hún gaf hvergi eftir, fórnaði meira að segja samskiptunum við fjölskyldu sína fyrir málstaðinn. Hún drýgði mikla hetjudáð. Ég sé hins vegar engin líkindi með því fólki sem Eva Joly fór gegn í Frakklandi og því fólki sem nú situr á sakamannabekk undir ákærum frá sérstökum saksóknara, stærsta saksóknaraembætti í heimi miðað við höfðatölu – skilgetnu afkvæmi Evu Joly. Ég reikna ekki með hetjudáðum frá afkvæminu. Flestir sakborningarnir eru milli þrítugs og fertugs, vel menntað fólk sem hafði starfað í fjármálaheiminum í örfá ár eftir langt nám. Það taldi sig eiga framtíðina fyrir sér. Ekkert þeirra er grunað um ofbeldi svo ég viti. Það fékk eftirsótt störf í nýlega einkavæddum bönkum, sem hrundu líkt og margir bankar í nálægum löndum. Í aðdraganda hrunsins lentu lítt reyndir íslenskir bankamenn í erfiðri stöðu. Oft stóðu þeir frammi fyrir eintómum vondum kostum, sem eflaust voru afleiðing af fúski – oftast fúski einhverra allt annarra manna. Stundum virðist saksóknarinn ákæra vegna ákvörðunar sem ákærðu töldu skásta kostinn þegar enginn góður var í boði. Stóri lærdómurinn af íslensku bankamartröðinni er sá að hér fylltust margir oflæti – embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftirlitsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar. Taka átti bankaheiminn með trompi með sameiginlegu átaki. Þeir sem þykjast kunna skýr skil á upphafi og endi í þeim efnum finnst mér afar ósannfærandi.Réttarmorð Mér sýnist hætta á því að fúskið sé að endurtaka sig, en að þessu sinni í dómsölum. Bæta eigi fyrir ósómann með því að ákæra sem flesta og setja þá bak við lás og slá. Engin ástæða er til þess að ætla að góðir saksóknarar verði hristir fram úr erminni frekar en góðir bankamenn. Það á örugglega eftir að koma í ljós – vonandi áður en of mörg réttarmorð verða framin. Að nefna meintar misgerðir íslenskra bankamanna í sömu andrá og glæpi rótgróinna mafíósa sem Eva Joly fékkst við niðri í Evrópu er fáránlegt. Það væri efni í frábærar skemmtisögur ef ákærurnar kölluðu ekki þá harmleiki yfir fólk sem raun ber vitni. Fyrir aldarþriðjungi fengum við annan sakamálasérfræðing til Íslands, rannsóknarlögreglumanninn Karl Schütz frá Þýskalandi. Hann var vanur að fást við harðsvíraða glæpamenn líkt og Eva Joly. Á þeim forsendum aðstoðaði hann lögreglu við að binda endahnút á rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Á þeirri rannsókn byggðust umdeildustu dómar seinni tíma Íslandssögu. Ég veit ekki hvort þeir voru réttir eða rangir. En niðurstöðurnar kalla fram óbragð í munni flestra Íslendinga. Ef við vöndum okkur ekki í þetta sinn gætum við átt von á fleiri slíkum. Það fer um margan góðan blaðamanninn, fyrrverandi og núverandi, sem nú er á miðjum aldri, þegar minnst er á Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þeir vita upp á sig skömmina. Þeir áttu ekki að ganga í lið með refsivaldinu heldur gæta hlutleysis, spyrja spurninga og fá svör en gera minna af því að kinka kolli til yfirvaldsins. Skárra er að fá engan dóm í sakamáli en vondan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú eru bráðum fjögur ár síðan Eva Joly kom til Íslands til að gefa stjórnvöldum ráð um hvernig ganga skyldi milli bols og höfuðs á meintum fjárglæframönnum eftir bankahrun. Strax kom hún galvösk, með bros á vör í viðtal í sjónvarpi og lýsti yfir sekt manna á báða bóga, meira að segja í einstöku dómsmáli. Í næstu setningu tók hún fram að hún þekkti hvorki haus né sporð á dómsmálinu, en líkindin með öðrum málum sem hún kunni skil á voru augljós, sagði hún. Spyrillinn kinkaði kolli og gat ekki leynt aðdáun sinni. Síðan hefur hún mætt í sjónvarp af og til, alltaf kinkar spyrillinn kolli af sama ákafa. Hún hefur aldrei fengið erfiða spurningu. Ég kynntist Evu Joly fyrir mörgum árum. Hún er snaggaraleg, hvatvís og djörf kona, sem á sér ótrúlegt lífshlaup. Með miklu harðfylgi fór hún fyrir rannsóknum mála í Frakklandi sem leiddu til handtöku og dóms yfir sakamönnum sem í marga áratugi höfðu komist upp með spillingu, ofbeldi og fjárglæfra í skjóli illa fengins auðs.Blóðfórnir Í þeim slag voru blóðfórnir færðar, fólk var myrt. Gerð var tilraun til að koma Evu sjálfri fyrir kattarnef. Lífverðir gættu hennar dag og nótt. Hún gaf hvergi eftir, fórnaði meira að segja samskiptunum við fjölskyldu sína fyrir málstaðinn. Hún drýgði mikla hetjudáð. Ég sé hins vegar engin líkindi með því fólki sem Eva Joly fór gegn í Frakklandi og því fólki sem nú situr á sakamannabekk undir ákærum frá sérstökum saksóknara, stærsta saksóknaraembætti í heimi miðað við höfðatölu – skilgetnu afkvæmi Evu Joly. Ég reikna ekki með hetjudáðum frá afkvæminu. Flestir sakborningarnir eru milli þrítugs og fertugs, vel menntað fólk sem hafði starfað í fjármálaheiminum í örfá ár eftir langt nám. Það taldi sig eiga framtíðina fyrir sér. Ekkert þeirra er grunað um ofbeldi svo ég viti. Það fékk eftirsótt störf í nýlega einkavæddum bönkum, sem hrundu líkt og margir bankar í nálægum löndum. Í aðdraganda hrunsins lentu lítt reyndir íslenskir bankamenn í erfiðri stöðu. Oft stóðu þeir frammi fyrir eintómum vondum kostum, sem eflaust voru afleiðing af fúski – oftast fúski einhverra allt annarra manna. Stundum virðist saksóknarinn ákæra vegna ákvörðunar sem ákærðu töldu skásta kostinn þegar enginn góður var í boði. Stóri lærdómurinn af íslensku bankamartröðinni er sá að hér fylltust margir oflæti – embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftirlitsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar. Taka átti bankaheiminn með trompi með sameiginlegu átaki. Þeir sem þykjast kunna skýr skil á upphafi og endi í þeim efnum finnst mér afar ósannfærandi.Réttarmorð Mér sýnist hætta á því að fúskið sé að endurtaka sig, en að þessu sinni í dómsölum. Bæta eigi fyrir ósómann með því að ákæra sem flesta og setja þá bak við lás og slá. Engin ástæða er til þess að ætla að góðir saksóknarar verði hristir fram úr erminni frekar en góðir bankamenn. Það á örugglega eftir að koma í ljós – vonandi áður en of mörg réttarmorð verða framin. Að nefna meintar misgerðir íslenskra bankamanna í sömu andrá og glæpi rótgróinna mafíósa sem Eva Joly fékkst við niðri í Evrópu er fáránlegt. Það væri efni í frábærar skemmtisögur ef ákærurnar kölluðu ekki þá harmleiki yfir fólk sem raun ber vitni. Fyrir aldarþriðjungi fengum við annan sakamálasérfræðing til Íslands, rannsóknarlögreglumanninn Karl Schütz frá Þýskalandi. Hann var vanur að fást við harðsvíraða glæpamenn líkt og Eva Joly. Á þeim forsendum aðstoðaði hann lögreglu við að binda endahnút á rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Á þeirri rannsókn byggðust umdeildustu dómar seinni tíma Íslandssögu. Ég veit ekki hvort þeir voru réttir eða rangir. En niðurstöðurnar kalla fram óbragð í munni flestra Íslendinga. Ef við vöndum okkur ekki í þetta sinn gætum við átt von á fleiri slíkum. Það fer um margan góðan blaðamanninn, fyrrverandi og núverandi, sem nú er á miðjum aldri, þegar minnst er á Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þeir vita upp á sig skömmina. Þeir áttu ekki að ganga í lið með refsivaldinu heldur gæta hlutleysis, spyrja spurninga og fá svör en gera minna af því að kinka kolli til yfirvaldsins. Skárra er að fá engan dóm í sakamáli en vondan.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun