Nokkur orð um sögulegar staðreyndir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. janúar 2013 09:30 Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun