Kaupþingsrannsókn kostaði 270 milljónir 14. janúar 2013 07:00 Sigurður Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformaður Kaupþings, var einn þeirra sem voru til rannsóknar hjá SFO. Hann sagði við Fréttablaðið í október 2012 að málið hefði verið "þvílík endemis þvæla og skáldskapur“. fréttablaðið/valli Breska efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office (SFO), eyddi 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á falli Kaupþings. Breska dagblaðið The Times fór fram á upplýsingar um kostnaðinn á grundvelli upplýsingalaga og birti svörin fyrir helgi. Rannsókninni var hætt í fyrra eftir að SFO viðurkenndi röð mistaka við framkvæmd hennar og bað meðal annars einn hinna grunuðu afsökunar á framferði sínu við rannsóknina, sem var ein sú umsvifamesta sem stofnunin hafði ráðist í. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014. SFO hóf rannsókn á Robert Tchenguiz og nokkrum stjórnendum Kaupþings í desember 2009. Á meðal annarra sem voru til rannsóknar voru Ármann Þorvaldsson, Sigurður Einarsson og Guðni Níels Aðalsteinsson. Rannsókn á Vincent hófst síðan í september 2010 og í mars árið eftir var hann færður til yfirheyrslu á meðan leitað var á skrifstofu hans og heimili. Til rannsóknar voru lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðranna. Um miðjan október í fyrra tilkynnti SFO að hún væri hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra þeirra sem höfðu stöðu grunaðra verið hætt. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð í málinu. Í þeim tölum sem The Times hefur undir höndum kemur fram að kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar hafi verið 1,3 milljónir punda, eða um 270 milljónir króna. Þar af hafi 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, fóru í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. thordur@frettabladid.is Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Breska efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office (SFO), eyddi 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á falli Kaupþings. Breska dagblaðið The Times fór fram á upplýsingar um kostnaðinn á grundvelli upplýsingalaga og birti svörin fyrir helgi. Rannsókninni var hætt í fyrra eftir að SFO viðurkenndi röð mistaka við framkvæmd hennar og bað meðal annars einn hinna grunuðu afsökunar á framferði sínu við rannsóknina, sem var ein sú umsvifamesta sem stofnunin hafði ráðist í. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014. SFO hóf rannsókn á Robert Tchenguiz og nokkrum stjórnendum Kaupþings í desember 2009. Á meðal annarra sem voru til rannsóknar voru Ármann Þorvaldsson, Sigurður Einarsson og Guðni Níels Aðalsteinsson. Rannsókn á Vincent hófst síðan í september 2010 og í mars árið eftir var hann færður til yfirheyrslu á meðan leitað var á skrifstofu hans og heimili. Til rannsóknar voru lánveitingar Kaupþings til Tchenguiz-bræðranna. Um miðjan október í fyrra tilkynnti SFO að hún væri hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra þeirra sem höfðu stöðu grunaðra verið hætt. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð í málinu. Í þeim tölum sem The Times hefur undir höndum kemur fram að kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar hafi verið 1,3 milljónir punda, eða um 270 milljónir króna. Þar af hafi 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, fóru í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira