Litrík saga öskubakka rakin í lokaritgerð 16. janúar 2013 07:00 Ritgerð um öskubakka Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun, fjallaði um öskubakka í lokaritgerð sinni.fréttablaðið/valli Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira