Menning

Leikur á móti sjálfum sér

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur á móti sjálfum sér í þriðju þáttaröð Hæ Gosa.
Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur á móti sjálfum sér í þriðju þáttaröð Hæ Gosa.
„Ég kom mér sjálfur inn í þættina með því að stinga upp á að ég léki sjálfan mig að hitta tvíburabróður minn," segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann leikur í þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Hæ Gosi sem fer í loftið í lok mánaðarins.

Þættirnir hafa notið vinsælda, en söguhetjur þeirra eru bræðurnir Börkur og Víðir, leiknir af Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum. Meðal annarra leikara eru María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson.

Björn Jörundur kemur nýr inn í þættina og fer með hlutverk lögreglumanns úr Reykjavík, Árna Jörundar.

„Ég stakk þessari hugmynd að Kjartani þegar við vorum heilan vetur í leiklistarfangelsi ríkisins á Akureyri að leika saman í Gulleyjunni. Aðstandendur þáttanna tóku hugmyndina á flug og skrifuðu heilan þátt þar sem hann Árni Jörundur tuktar til bróður sinn, popparann Björn Jörund. Mér fannst þetta skemmtileg saga og hafði gaman af því að vera með," segir Björn Jörundur sem bíður spenntur eftir að sjá útkomuna, enda tökurnar skemmtilegar. „Það var frábært að vinna með mér og það kom mér á óvart hvað ég er í raun fínn gæi."

Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi fer í loftið þann 31. janúar næstkomandi á Skjá Einum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.