Tekjur Man. Utd og Haga svipaðar 26. janúar 2013 07:00 Real Madrid Spænsku meistararnir hafa verið tekjuhæsta knattspyrnulið heims síðustu átta ár. Ensk lið eru þó fjölmennust í hópi tuttugu ríkustu liða heims. Mynd/Getty Tekjur stærstu knattspyrnuliða heims eru svipaðar tekjum stærstu skráðu fyrirtækja Íslands. Árlegar rekstrartekjur Marels og Icelandair Group eru öllu meiri en rekstrartekjur Real Madrid og Barcelona og þá eru tekjur Haga svipaðar og tekjur Manchester United. Þetta leiða lauslegir útreikningar blaðamanns í ljós sem byggja á ársreikningum íslensku fyrirtækjanna og nýjustu útgáfu knattspyrnuskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Deloitte gefur á ári hverju út skýrslu þar sem fyrirtækið reynir að varpa ljósi á getu stærstu knattspyrnuliða heims til þess að skapa tekjur. Nýjasta útgáfa skýrslunnar kom út á fimmtudag og tróna spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona á toppi tekjulistans fjórða árið í röð. Í hópi tuttugu tekjuhæstu liða heims eiga Englendingar þó flesta fulltrúa, eða sjö lið. Tekjur toppliðsins Real Madrid, sem var á toppi tekjulistans áttunda árið í röð, námu 512 milljónum evra, jafngildi tæplega 90 milljarða íslenskra króna, á síðasta tímabili. Tekjur erkióvina þeirra í Barcelona voru aftur á móti 483 milljónir evra en þessi tvö lið hafa verið í sérflokki á tekjulistanum síðustu ár. Í þriðja sæti var enska stórliðið Manchester United með 396 milljóna evra tekjur og í því fjórða þýska stórveldið Bayern München með tekjur upp á 369 milljónir evra. Önnur félög á listanum voru með tekjur á bilinu 115 til 323 milljónir evra en næst á eftir Bayern koma ensku liðin Chelsea, Arsenal og Manchester City og ítalska liðið AC Milan. Tekjur þessara stærstu knattspyrnuliða heims hafa vaxið hratt á síðustu árum þrátt fyrir veikleika í helstu hagkerfum Evrópu og nam tekjuvöxturinn 10% á síðasta tímabili. Öll tuttugu ríkustu félög heims eru frá fimm ríkjum í álfunni; sjö eru frá Englandi, fimm frá Ítalíu, fjögur frá Þýskalandi, og tvö hvort frá Spáni og Frakklandi. Stærstu knattspyrnuliðin utan Evrópu hafa hins vegar færst nær tekjulistanum á síðustu árum og er brasilíska liðið Corinthias næst því að komast á listann með 94 milljóna evra tekjur. Sérfræðingar Deloitte telja þó líklegt að það verði frekar ensk lið sem komist ný inn á listann á næstu árum og skiptir þar mestu nýr sjónvarpssamningur um útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni sem er sá stærsti sinnar tegundar frá upphafi. Er því ekki talið ósennilegt að ensk lið skipi helming sæta á listanum á næstu árum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Tekjur stærstu knattspyrnuliða heims eru svipaðar tekjum stærstu skráðu fyrirtækja Íslands. Árlegar rekstrartekjur Marels og Icelandair Group eru öllu meiri en rekstrartekjur Real Madrid og Barcelona og þá eru tekjur Haga svipaðar og tekjur Manchester United. Þetta leiða lauslegir útreikningar blaðamanns í ljós sem byggja á ársreikningum íslensku fyrirtækjanna og nýjustu útgáfu knattspyrnuskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Deloitte gefur á ári hverju út skýrslu þar sem fyrirtækið reynir að varpa ljósi á getu stærstu knattspyrnuliða heims til þess að skapa tekjur. Nýjasta útgáfa skýrslunnar kom út á fimmtudag og tróna spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona á toppi tekjulistans fjórða árið í röð. Í hópi tuttugu tekjuhæstu liða heims eiga Englendingar þó flesta fulltrúa, eða sjö lið. Tekjur toppliðsins Real Madrid, sem var á toppi tekjulistans áttunda árið í röð, námu 512 milljónum evra, jafngildi tæplega 90 milljarða íslenskra króna, á síðasta tímabili. Tekjur erkióvina þeirra í Barcelona voru aftur á móti 483 milljónir evra en þessi tvö lið hafa verið í sérflokki á tekjulistanum síðustu ár. Í þriðja sæti var enska stórliðið Manchester United með 396 milljóna evra tekjur og í því fjórða þýska stórveldið Bayern München með tekjur upp á 369 milljónir evra. Önnur félög á listanum voru með tekjur á bilinu 115 til 323 milljónir evra en næst á eftir Bayern koma ensku liðin Chelsea, Arsenal og Manchester City og ítalska liðið AC Milan. Tekjur þessara stærstu knattspyrnuliða heims hafa vaxið hratt á síðustu árum þrátt fyrir veikleika í helstu hagkerfum Evrópu og nam tekjuvöxturinn 10% á síðasta tímabili. Öll tuttugu ríkustu félög heims eru frá fimm ríkjum í álfunni; sjö eru frá Englandi, fimm frá Ítalíu, fjögur frá Þýskalandi, og tvö hvort frá Spáni og Frakklandi. Stærstu knattspyrnuliðin utan Evrópu hafa hins vegar færst nær tekjulistanum á síðustu árum og er brasilíska liðið Corinthias næst því að komast á listann með 94 milljóna evra tekjur. Sérfræðingar Deloitte telja þó líklegt að það verði frekar ensk lið sem komist ný inn á listann á næstu árum og skiptir þar mestu nýr sjónvarpssamningur um útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni sem er sá stærsti sinnar tegundar frá upphafi. Er því ekki talið ósennilegt að ensk lið skipi helming sæta á listanum á næstu árum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira