Þessir hönnuðir sýna á RFF í ár 29. janúar 2013 16:45 Reykjavík Fashion Festival, betur þekkt sem RFF, fer fram dagana 14. til 16. mars, en í ár verður hún haldin samhliða HönnunarMars. Þetta er í fjórða sinn sem tískuhátíðin fer fram en hún hefur það að markmiði að vekja athygli á íslenskri fatahönnun, bæði hér heima fyrir og erlendis. "Mér finnst samstarf milli Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars í ár mjög spennandi. Í sameiningu munum við standa að stærsta tísku- og hönnunarviðburði ársins sem mun veita innblástur, hvetja til nýrra hugmynda, sköpunargleði og tækifæra,” segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Í ár verður á RFF lögð sérstök áhersla á viðskiptahliðina við fatahönnun. Til viðbótar verður þessa sömu helgi haldin Tískuvaka í Reykjavík en hún mun lífga upp á stræti miðborgarinnar með skemmtilegum verslunar- og tískuviðburðum. Nú um helgina voru kynnt þau átta fatamerki sem sýna á hátíðinni í ár. Flest hafa þau með einhverju móti komið að RFF áður þó að sumir sýni með öðru sniði. Færri komust að en vildu en alls sóttu 19 hönnuðir um að taka þátt. Sérstakt fagráð sá um að velja inn hönnuði. Þeir einstaklingar sem skipa fagráðið koma úr tískugeiranum hér á landi og utan úr heimi. Meðal þess sem vekur hvað mesta athygli er samstarf fatahönnuðarins Munda og 66°Norður. Þar er framúrstefnulegri hönnun hans er blandað saman við faglega framleiðslu og hönnun útivistarmerkisins. Einnig verður spennandi að sjá hvaða stefnu fatamerkið Andersen & Lauth tekur á sýningu sinni en það hefur fjóra nýja hönnuði innanborðs. Þá stígur skyrtumerkið Huginn Muninn sín fyrstu skref á Reykjavík Fashion Festival í ár. "Þetta er mjög spennandi og rétt skref fram á við fyrir merkið," segir Guðrún Guðjónsdóttir hönnuður. "Þetta er flott kynning og gaman að taka þátt í að styrkja iðnaðinn hér á landi. Á sýningunni verður vetrarlína okkar kynnt, bæði fyrir dömur og herra, og ýmsir skyrtufylgihlutir verða til sýnis," segir Guðrún sem vinnur hörðum höndum þessa dagana að undirbúningi sýningarinnar, enda að mörgu að huga. Ella, með Elínrós Líndal í fararbroddi, tekur þátt eins og í fyrra sem og fatamerkin Ýr, undir stjórn Ýrar Þrastardóttur, og Rey, sem Rebekka Jónsdóttir á heiðurinn að. Öll þessi merki vöktu athygli fyrir flottar sýningar á hátíðinni í fyrra. Guðmundur Jörundsson sýnir sitt eigið merki, Jör, í ár en í fyrra sýndi hann á vegum herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. Bergþóra Guðnadóttir og merki hennar Farmers Market, sem er hvað þekktast fyrir lopapeysur, sýnir á RFF í ár en hún tók ekki þátt í fyrra. Það er því ljóst að mikið verður um dýrðir í höfuðborginni í marsmánuði og margt fyrir tískuunnendur landsins að hlakka til. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar á heimasíðu hennar, rff.is, og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um Hönnunarmars er að finna á heimasíðunni designmarch.is ANDERSEN & LAUTHAndersen & Lauth á rætur sínar að rekja til fyrstu íslensku klæðskeraverslunarinnar sem stofnuð var árið 1934. Í dag standa fjórar konur að baki merkisins, þær bera sögu þess í brjósti sér og hanna samkvæmt þeirri hágæða venju. Hönnun Andersen & Lauth er drifin áfram af ástríðu fyrir handiðn, nákvæmni og þrá til að skapa tilþrifamikla hönnun með menningarlegri arfleifð. Haust- og vetrarlína Andersen & Lauth 2013 er innblásin af list og menningu í bland við vintage og rómantík. ELLAElínrós Líndal, ELLA.Íslenska slow-fashion fatamerkið ELLA var stofnað árið 2011. Elínrós Líndal, ásamt hópi hæfileikaríkra kvenna, stendur að merkinu og markmiðið er skýrt: að koma heilindum í heim tískunnar. Þær leggja megin áherslu á gæði í efnavali og klassískum stíl. Línan sem verður kynnt á RFF í ár endurspeglar hugarástand teymisins fyrir komandi árstíð. Eftir nokkurra ára skeið af undanhaldi er komin tími til að gleðjast, þó ekki of hátt, en með sæmd og aðgætni í huga. FARMERS MARKETBergþóra Guðnadóttir, Farmers Market.Íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market var stofnað af listaparinu Bergþóru Guðnadóttur, hönnuði og Jóeli Pálssyni, tónlistarmanni árið 2005. Hönnun Farmers Market er innblásin af einstakri íslenskri arfleifð, tilþrifamikilli íslenskri tónlist og skandínavískum stíl í bland við nútíma glæsileika. Náttúruleg efni, fagleg vinnubrögð og virðing fyrir umhverfinu eru lykilgildin fatamerkisins. Fatnaður og fylgihlutir frá Farmers Market eru hannaðir á einstaklega vandaðan og klæðilegan hátt og eru tilvalin fyrir hin ýmsu tækifæri, allt frá útivist til daglegs borgarlífs. HUGINN MUNINNGuðrún Guðjónsdóttir, Huginn og Muninn."Fínn klæðnaður skal ekki marka leið neins, en hjálpa hverjum og einum að finna sína eigin.” - eru einkunnarorð íslenska merkisins Huginn Muninn. Fyrstu skyrtulínur merkisins voru innblásnar af íslenskri sögu og arfleifð. Síðar fóru að myndast nýjar áherslur en upprunarleg gildi merkisins eru alltaf til staðar. Ráð Hugins Munins endurspeglast með ímyndarþróun merkisins sem leitast við að sækja, finna og fagna þeim einstaklingum, óháð bakgrunni, sem eru samkvæmir sjálfum sér. Þeir fylgja ástríðu sinni og tileinka framlagi sínu og tíma sínum til þess að skapa það besta sem völ er á. JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSONGuðmundur Jörundsson, JÖR.JÖR by Guðmundur Jörundsson er nýtt íslenskt fatamerki, stofnað af Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði (betur þekktur sem yfirhönnuður KORMÁKS & SKJALDAR) og félaga hans Gunnari Erni Petersen í október 2012. Þeirra fyrsta lína hlaut lof gagnrýnenda og blés nýju lífi í íslenskt tísku umhverfi. Önnur lína JÖR, haust- og vetrarlína 2013 verður frumsýnd á Reykjavík Fashion Festival í ár og mun samanstanda af bæði dömu- og herrafatnaði. MUNDI 66º NORTHGuðmundur Hallgrímsson, MUNDI.Mundi og 66°Norður eru stolt af því að kynna nýtt samstarf. "MUNDI 66°NORTH" er blanda af afburða faglegri framleiðslu og hönnun 66°Norðurs og súrrealískum heimi Munda. Línan er kölluð "post-post-apocalypse" og er mjög hugmyndafræðileg en jafnframt praktísk. Hver sá sem lítur til framtíðar við öflun svara um himingeiminn og er eigi hræddur við að ávinna sér óvinsældir í þeim tilgangi, mun ekki verða fyrir vonbrigðum. REY Rebekka Jónsdóttir, REY.Árið 2010 stofnaði fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir merkið REY. Hönnun REY snýst um gæði og heiðarleika og fagurfræðin er mínímalísk þó með blæbrigðarmun. Markmið er að halda áfram að framleiða tímalausan, fágaðan kvenklæðnað sem verður ávalt í uppáhaldi eigandans. Mikil áhersla er lögð á gæði í efnavali og klæðskerasaum. Klassískum flíkum frá REY er hægt að klæðast aftur og aftur. ÝRÝr Þrastardóttir, ÝRÝr Þrastardóttir, hönnuður merkisins ÝR, útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2010. Síðan þá hefur hún meðal annars, keppt í Designers Nest sýningunni árið 2011, hannað þrjár eigin fatalínur og tekið þátt í RFF 2011 og 2012. Á Reykjavík Fashion Festival í ár fáum við að upplifa hugarheim hönnuðarins á sjónrænan hátt en nýja línan hennar er samblanda af tísku og búningahönnun. Innblásin af mannslíkamanum, sögulegri aðalsstétt og kynlausri götutísku dagsins í dag. Þessi lína verður án efa spennandi nálgun á tísku nútímans. HönnunarMars RFF Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival, betur þekkt sem RFF, fer fram dagana 14. til 16. mars, en í ár verður hún haldin samhliða HönnunarMars. Þetta er í fjórða sinn sem tískuhátíðin fer fram en hún hefur það að markmiði að vekja athygli á íslenskri fatahönnun, bæði hér heima fyrir og erlendis. "Mér finnst samstarf milli Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars í ár mjög spennandi. Í sameiningu munum við standa að stærsta tísku- og hönnunarviðburði ársins sem mun veita innblástur, hvetja til nýrra hugmynda, sköpunargleði og tækifæra,” segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Í ár verður á RFF lögð sérstök áhersla á viðskiptahliðina við fatahönnun. Til viðbótar verður þessa sömu helgi haldin Tískuvaka í Reykjavík en hún mun lífga upp á stræti miðborgarinnar með skemmtilegum verslunar- og tískuviðburðum. Nú um helgina voru kynnt þau átta fatamerki sem sýna á hátíðinni í ár. Flest hafa þau með einhverju móti komið að RFF áður þó að sumir sýni með öðru sniði. Færri komust að en vildu en alls sóttu 19 hönnuðir um að taka þátt. Sérstakt fagráð sá um að velja inn hönnuði. Þeir einstaklingar sem skipa fagráðið koma úr tískugeiranum hér á landi og utan úr heimi. Meðal þess sem vekur hvað mesta athygli er samstarf fatahönnuðarins Munda og 66°Norður. Þar er framúrstefnulegri hönnun hans er blandað saman við faglega framleiðslu og hönnun útivistarmerkisins. Einnig verður spennandi að sjá hvaða stefnu fatamerkið Andersen & Lauth tekur á sýningu sinni en það hefur fjóra nýja hönnuði innanborðs. Þá stígur skyrtumerkið Huginn Muninn sín fyrstu skref á Reykjavík Fashion Festival í ár. "Þetta er mjög spennandi og rétt skref fram á við fyrir merkið," segir Guðrún Guðjónsdóttir hönnuður. "Þetta er flott kynning og gaman að taka þátt í að styrkja iðnaðinn hér á landi. Á sýningunni verður vetrarlína okkar kynnt, bæði fyrir dömur og herra, og ýmsir skyrtufylgihlutir verða til sýnis," segir Guðrún sem vinnur hörðum höndum þessa dagana að undirbúningi sýningarinnar, enda að mörgu að huga. Ella, með Elínrós Líndal í fararbroddi, tekur þátt eins og í fyrra sem og fatamerkin Ýr, undir stjórn Ýrar Þrastardóttur, og Rey, sem Rebekka Jónsdóttir á heiðurinn að. Öll þessi merki vöktu athygli fyrir flottar sýningar á hátíðinni í fyrra. Guðmundur Jörundsson sýnir sitt eigið merki, Jör, í ár en í fyrra sýndi hann á vegum herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. Bergþóra Guðnadóttir og merki hennar Farmers Market, sem er hvað þekktast fyrir lopapeysur, sýnir á RFF í ár en hún tók ekki þátt í fyrra. Það er því ljóst að mikið verður um dýrðir í höfuðborginni í marsmánuði og margt fyrir tískuunnendur landsins að hlakka til. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar á heimasíðu hennar, rff.is, og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um Hönnunarmars er að finna á heimasíðunni designmarch.is ANDERSEN & LAUTHAndersen & Lauth á rætur sínar að rekja til fyrstu íslensku klæðskeraverslunarinnar sem stofnuð var árið 1934. Í dag standa fjórar konur að baki merkisins, þær bera sögu þess í brjósti sér og hanna samkvæmt þeirri hágæða venju. Hönnun Andersen & Lauth er drifin áfram af ástríðu fyrir handiðn, nákvæmni og þrá til að skapa tilþrifamikla hönnun með menningarlegri arfleifð. Haust- og vetrarlína Andersen & Lauth 2013 er innblásin af list og menningu í bland við vintage og rómantík. ELLAElínrós Líndal, ELLA.Íslenska slow-fashion fatamerkið ELLA var stofnað árið 2011. Elínrós Líndal, ásamt hópi hæfileikaríkra kvenna, stendur að merkinu og markmiðið er skýrt: að koma heilindum í heim tískunnar. Þær leggja megin áherslu á gæði í efnavali og klassískum stíl. Línan sem verður kynnt á RFF í ár endurspeglar hugarástand teymisins fyrir komandi árstíð. Eftir nokkurra ára skeið af undanhaldi er komin tími til að gleðjast, þó ekki of hátt, en með sæmd og aðgætni í huga. FARMERS MARKETBergþóra Guðnadóttir, Farmers Market.Íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market var stofnað af listaparinu Bergþóru Guðnadóttur, hönnuði og Jóeli Pálssyni, tónlistarmanni árið 2005. Hönnun Farmers Market er innblásin af einstakri íslenskri arfleifð, tilþrifamikilli íslenskri tónlist og skandínavískum stíl í bland við nútíma glæsileika. Náttúruleg efni, fagleg vinnubrögð og virðing fyrir umhverfinu eru lykilgildin fatamerkisins. Fatnaður og fylgihlutir frá Farmers Market eru hannaðir á einstaklega vandaðan og klæðilegan hátt og eru tilvalin fyrir hin ýmsu tækifæri, allt frá útivist til daglegs borgarlífs. HUGINN MUNINNGuðrún Guðjónsdóttir, Huginn og Muninn."Fínn klæðnaður skal ekki marka leið neins, en hjálpa hverjum og einum að finna sína eigin.” - eru einkunnarorð íslenska merkisins Huginn Muninn. Fyrstu skyrtulínur merkisins voru innblásnar af íslenskri sögu og arfleifð. Síðar fóru að myndast nýjar áherslur en upprunarleg gildi merkisins eru alltaf til staðar. Ráð Hugins Munins endurspeglast með ímyndarþróun merkisins sem leitast við að sækja, finna og fagna þeim einstaklingum, óháð bakgrunni, sem eru samkvæmir sjálfum sér. Þeir fylgja ástríðu sinni og tileinka framlagi sínu og tíma sínum til þess að skapa það besta sem völ er á. JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSONGuðmundur Jörundsson, JÖR.JÖR by Guðmundur Jörundsson er nýtt íslenskt fatamerki, stofnað af Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði (betur þekktur sem yfirhönnuður KORMÁKS & SKJALDAR) og félaga hans Gunnari Erni Petersen í október 2012. Þeirra fyrsta lína hlaut lof gagnrýnenda og blés nýju lífi í íslenskt tísku umhverfi. Önnur lína JÖR, haust- og vetrarlína 2013 verður frumsýnd á Reykjavík Fashion Festival í ár og mun samanstanda af bæði dömu- og herrafatnaði. MUNDI 66º NORTHGuðmundur Hallgrímsson, MUNDI.Mundi og 66°Norður eru stolt af því að kynna nýtt samstarf. "MUNDI 66°NORTH" er blanda af afburða faglegri framleiðslu og hönnun 66°Norðurs og súrrealískum heimi Munda. Línan er kölluð "post-post-apocalypse" og er mjög hugmyndafræðileg en jafnframt praktísk. Hver sá sem lítur til framtíðar við öflun svara um himingeiminn og er eigi hræddur við að ávinna sér óvinsældir í þeim tilgangi, mun ekki verða fyrir vonbrigðum. REY Rebekka Jónsdóttir, REY.Árið 2010 stofnaði fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir merkið REY. Hönnun REY snýst um gæði og heiðarleika og fagurfræðin er mínímalísk þó með blæbrigðarmun. Markmið er að halda áfram að framleiða tímalausan, fágaðan kvenklæðnað sem verður ávalt í uppáhaldi eigandans. Mikil áhersla er lögð á gæði í efnavali og klæðskerasaum. Klassískum flíkum frá REY er hægt að klæðast aftur og aftur. ÝRÝr Þrastardóttir, ÝRÝr Þrastardóttir, hönnuður merkisins ÝR, útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2010. Síðan þá hefur hún meðal annars, keppt í Designers Nest sýningunni árið 2011, hannað þrjár eigin fatalínur og tekið þátt í RFF 2011 og 2012. Á Reykjavík Fashion Festival í ár fáum við að upplifa hugarheim hönnuðarins á sjónrænan hátt en nýja línan hennar er samblanda af tísku og búningahönnun. Innblásin af mannslíkamanum, sögulegri aðalsstétt og kynlausri götutísku dagsins í dag. Þessi lína verður án efa spennandi nálgun á tísku nútímans.
HönnunarMars RFF Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira