Ein sú eftirsóttasta í Hollywood 26. janúar 2013 07:00 Jessica Chastain á Golden Globe-hátíðinni þar sem hún var verðlaunuð fyrir leik sinn í Zero Dark Thirty.nordicphotos/getty Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy. Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy.
Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira