Landsbanki langt á eftir í gengislánum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 31. janúar 2013 06:00 Íslandsbanki mun á næstu vikum birta endurútreikning um sjö þúsund gengislánasamninga, byggðan á dómi Hæstaréttar, og enn fleiri á næstu mánuðum. Arion banki mun einnig birta endurútreikning nokkur þúsund lána á næstu mánuðum sem og Drómi. Landsbankinn dregur hins vegar lappirnar og þar hafa aðeins nokkur hundruð lán verið reiknuð út, að sögn Helga Hjörvars, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Fulltrúar viðskiptabankanna þriggja, Dróma og Lýsingar komu á fund nefndarinnar í gær og fóru yfir stöðuna í gengislánamálum. Helgi segir bankana misjafnlega vel á veg komna. „Það er sérstakt fagnaðarefni að Íslandsbanki og Arion hafa gengið mjög rösklega til verks í endurútreikningum," sagði Helgi. „Þessir viðskiptabankar telja sig vera í fullum færum til að endurútreikna og þurfa ekki frekari dóma til að gera upp nærfellt 20 þúsund samninga." Helgi sagði að Drómi væri sömuleiðis að vinna í sínum málum en öðru máli gegndi með Landsbankann. Það væri áhyggjuefni. „Eftir stendur það sem vísbendingar voru um hér í nóvember, að Landsbankinn er varla að hafast að í þessum málum að heitið geti. Hann hefur aðeins endurreiknað nokkur hundruð samninga, en bankinn er með tugi þúsunda samninga." Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi nefndarinnar í gær að þvert á fyrri yfirlýsingar væri ljóst að ekki kæmi niðurstaða í þessi mál fyrr en 2014. Það skýrðist meðal annars af því að frumvarp sjálfstæðismanna um flýtimeðferð í einkamálum hefði ekki verið samþykkt. Helgi sagði hins vegar að slík lög hefðu engu breytt þar sem ekki væri hægt að taka lögvarða fresti af með lögum. Hins vegar hefði ekki staðið á dómstólum að ljúka málum. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Íslandsbanki mun á næstu vikum birta endurútreikning um sjö þúsund gengislánasamninga, byggðan á dómi Hæstaréttar, og enn fleiri á næstu mánuðum. Arion banki mun einnig birta endurútreikning nokkur þúsund lána á næstu mánuðum sem og Drómi. Landsbankinn dregur hins vegar lappirnar og þar hafa aðeins nokkur hundruð lán verið reiknuð út, að sögn Helga Hjörvars, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Fulltrúar viðskiptabankanna þriggja, Dróma og Lýsingar komu á fund nefndarinnar í gær og fóru yfir stöðuna í gengislánamálum. Helgi segir bankana misjafnlega vel á veg komna. „Það er sérstakt fagnaðarefni að Íslandsbanki og Arion hafa gengið mjög rösklega til verks í endurútreikningum," sagði Helgi. „Þessir viðskiptabankar telja sig vera í fullum færum til að endurútreikna og þurfa ekki frekari dóma til að gera upp nærfellt 20 þúsund samninga." Helgi sagði að Drómi væri sömuleiðis að vinna í sínum málum en öðru máli gegndi með Landsbankann. Það væri áhyggjuefni. „Eftir stendur það sem vísbendingar voru um hér í nóvember, að Landsbankinn er varla að hafast að í þessum málum að heitið geti. Hann hefur aðeins endurreiknað nokkur hundruð samninga, en bankinn er með tugi þúsunda samninga." Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi nefndarinnar í gær að þvert á fyrri yfirlýsingar væri ljóst að ekki kæmi niðurstaða í þessi mál fyrr en 2014. Það skýrðist meðal annars af því að frumvarp sjálfstæðismanna um flýtimeðferð í einkamálum hefði ekki verið samþykkt. Helgi sagði hins vegar að slík lög hefðu engu breytt þar sem ekki væri hægt að taka lögvarða fresti af með lögum. Hins vegar hefði ekki staðið á dómstólum að ljúka málum.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira