Day-Lewis fann fyrir mikilli væntumþykju 31. janúar 2013 06:00 Einstakur forseti Daniel Day-lewis fer með hlutverk Abrahams Lincoln í kvikmynd Stevens Spielberg. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á þessum einstaka manni. Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spielberg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því embætti allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þrælahalds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndarinnar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn karakter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntumþykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlutverk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta-verðlauna og sjö Golden Globes-verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com. Golden Globes Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spielberg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því embætti allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þrælahalds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndarinnar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn karakter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntumþykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlutverk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta-verðlauna og sjö Golden Globes-verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com.
Golden Globes Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira