Tafir orðið á tillögum um afnám stimpilgjalda Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Ný ríkisstjórn verður sest að völdum þegar tillögur um breytingar á lögum um stimpilgjöld, sem ESA setti sem skilyrði fyrir ríkisaðstoð við bankana, verða tilbúnar. Katrín Júlíusdóttir er núverandi fjármála- og efnahagsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. Tafir hafa orðið á vinnu starfshóps sem ætlað var að skila fjármálaráðherra tillögu um breytingar á lögum um stimpilgjöld. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenskum stjórnvöldum upphaflega frest fram í október 2012 til að skila tillögunum. Skilafresturinn var síðan framlengdur að síðustu áramótum. Nú er áformað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherrans um mitt þetta ár. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrirspurn Markaðarins um málið. Þegar ESA tilkynnti ákvörðun sína um að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagningu Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka fylgdu því samþykki ákveðin skilyrði. Þau sneru að því að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við flutning viðskiptavina á milli lánardrottna og fjarlægja þannig samkeppnishindrun. Auk þess yrði afnám stimpilgjalda til kostnaðarlækkunar fyrir neytendur. Skila átti tillögum um þetta sem frumvarpsdrögum í október 2012, sem nú hefur frestast fram á mitt þetta ár. Samkvæmt skilyrðum ESA áttu íslensk stjórnvöld einnig að skipa nefnd til að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði, með sérstaka áherslu á að auðvelda neytendum að skipta um viðskiptabanka. Nefndin var skipuð í lok október 2012 og átti að ljúka störfum eigi síðar en 15. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu hefur nefndin fengið frest til að skila niðurstöðu fram til 1. mars næstkomandi. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. Tafir hafa orðið á vinnu starfshóps sem ætlað var að skila fjármálaráðherra tillögu um breytingar á lögum um stimpilgjöld. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenskum stjórnvöldum upphaflega frest fram í október 2012 til að skila tillögunum. Skilafresturinn var síðan framlengdur að síðustu áramótum. Nú er áformað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherrans um mitt þetta ár. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrirspurn Markaðarins um málið. Þegar ESA tilkynnti ákvörðun sína um að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagningu Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka fylgdu því samþykki ákveðin skilyrði. Þau sneru að því að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við flutning viðskiptavina á milli lánardrottna og fjarlægja þannig samkeppnishindrun. Auk þess yrði afnám stimpilgjalda til kostnaðarlækkunar fyrir neytendur. Skila átti tillögum um þetta sem frumvarpsdrögum í október 2012, sem nú hefur frestast fram á mitt þetta ár. Samkvæmt skilyrðum ESA áttu íslensk stjórnvöld einnig að skipa nefnd til að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði, með sérstaka áherslu á að auðvelda neytendum að skipta um viðskiptabanka. Nefndin var skipuð í lok október 2012 og átti að ljúka störfum eigi síðar en 15. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu hefur nefndin fengið frest til að skila niðurstöðu fram til 1. mars næstkomandi.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira