FME vísaði 11 málum til sérstaks árið 2012 6. febrúar 2013 06:00 Saksóknari FME lauk formlegum rannsóknum á hrunmálum um síðustu áramót. Í október hafði stofnunin sent 83 mál til embættis Ólafs Þórs Haukssonar til frekari meðferðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjármálaeftirlitið hefur vísað tæplega 100 málum til embættis sérstaks saksóknara frá hruni. Af því 21 máli sem eftirlitinu barst frá Kauphöllinni í fyrra hafa fjögur mál verið tekin til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði alls ellefu málum til embættis sérstaks saksóknara á síðasta ári. Engin þeirra mála voru send til eftirlitsins frá Kauphöll Íslands en fjögur þeirra eru enn í rannsókn. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Markaðarins um málið. Greint var frá því í síðustu viku að Kauphöllin hefði vísað 21 máli til FME á síðasta ári. Átta þeirra mála voru vegna gruns um markaðsmisnotkun og tvö vegna gruns um ólögleg innherjaviðskipti. Í svari sínu um afdrif málanna sem Kauphöllin sendi segir FME að fjögur þeirra hafi farið í rannsókn, skoðun sé ólokið á sjö málum en lokið í 14 málum. Því er ljóst að tíu mál sem tekin hafa verið til skoðunar hafa ekki verið rannsökuð frekar. FME hefur enn sem komið er ekki vísað neinu þeirra mála sem komu frá Kauphöllinni í fyrra til embættis sérstaks saksóknara. Í svari FME segir einnig að eftirlitið vilji taka fram að „Kauphöll sendir mál til frekari skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu ef hún sér einhver frávik. Á þeim geta svo reynst fullkomlega eðlilegar skýringar. Eðlilegt er því að tala um ábendingu í þessu sambandi. Ábendingar geta svo í einhverjum tilvikum leitt til rannsókna". Í síðustu ársskýrslu FME, sem birt var í lok október 2012, segir að formlegum rannsóknum eftirlitsins á meintum efnahagsbrotum í aðdraganda fjármálaáfallsins haustið 2008 hafi lokið um áramótin 2012-2013. Í október 2012 hafði FME lokið rannsókn á alls 167 málum. „Alls hafa 49 mál tengd aðdraganda hrunsins verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eða embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt hefur 34 málum, þar sem um er að ræða meint brot á almennum hegningarlögum, verið vísað til embættis sérstaks saksóknara." Umrædd brot eru í öllum flokkum brota. Þremur málum var lokið með sektum og 81 máli án aðgerða. Frá síðustu áramótum mun rannsóknarteymi FME einungis rannsaka samtímamál. Samhliða hefur verið fækkað í teyminu. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur vísað tæplega 100 málum til embættis sérstaks saksóknara frá hruni. Af því 21 máli sem eftirlitinu barst frá Kauphöllinni í fyrra hafa fjögur mál verið tekin til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði alls ellefu málum til embættis sérstaks saksóknara á síðasta ári. Engin þeirra mála voru send til eftirlitsins frá Kauphöll Íslands en fjögur þeirra eru enn í rannsókn. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Markaðarins um málið. Greint var frá því í síðustu viku að Kauphöllin hefði vísað 21 máli til FME á síðasta ári. Átta þeirra mála voru vegna gruns um markaðsmisnotkun og tvö vegna gruns um ólögleg innherjaviðskipti. Í svari sínu um afdrif málanna sem Kauphöllin sendi segir FME að fjögur þeirra hafi farið í rannsókn, skoðun sé ólokið á sjö málum en lokið í 14 málum. Því er ljóst að tíu mál sem tekin hafa verið til skoðunar hafa ekki verið rannsökuð frekar. FME hefur enn sem komið er ekki vísað neinu þeirra mála sem komu frá Kauphöllinni í fyrra til embættis sérstaks saksóknara. Í svari FME segir einnig að eftirlitið vilji taka fram að „Kauphöll sendir mál til frekari skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu ef hún sér einhver frávik. Á þeim geta svo reynst fullkomlega eðlilegar skýringar. Eðlilegt er því að tala um ábendingu í þessu sambandi. Ábendingar geta svo í einhverjum tilvikum leitt til rannsókna". Í síðustu ársskýrslu FME, sem birt var í lok október 2012, segir að formlegum rannsóknum eftirlitsins á meintum efnahagsbrotum í aðdraganda fjármálaáfallsins haustið 2008 hafi lokið um áramótin 2012-2013. Í október 2012 hafði FME lokið rannsókn á alls 167 málum. „Alls hafa 49 mál tengd aðdraganda hrunsins verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eða embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt hefur 34 málum, þar sem um er að ræða meint brot á almennum hegningarlögum, verið vísað til embættis sérstaks saksóknara." Umrædd brot eru í öllum flokkum brota. Þremur málum var lokið með sektum og 81 máli án aðgerða. Frá síðustu áramótum mun rannsóknarteymi FME einungis rannsaka samtímamál. Samhliða hefur verið fækkað í teyminu.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira