Hermikrákur af Guðs náð Freyr Bjarnason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Tónleikar. The Bootleg Beatles. Eldborg, Harpa 3. febrúar Liðsmenn The Bootleg Beatles voru fljótir að slá á mögulegar efasemdarraddir um ágæti þeirra er þeir mættu á svið í Eldborgarsalnum í Hörpu á sunnudagskvöld. Einhverjir Bítlaaðdáendur óttuðust vafalítið að þeir myndu fara illa með "gersemar" sinna manna og gera lítið úr þessari merku sveit með spilamennsku sinni. Aðrir hafa eflaust spurt sig hversu langt þeir ætluðu að ganga sem eftirhermur og hvort þetta yrði kannski allt saman afskaplega kjánalegt. Alla vega er ljóst að forvitnin var mikil þegar fjórmenningarnir mættu til leiks. Fljótlega kom í ljós að þeir kunnu auðveldlega að spila og syngja eins og Bítlarnir og að þeir gengu alla leið í að herma eftir þeim. Klæðnaðurinn var eins, hártískan, hreyfingarnar og meira að segja talsmáti þeirra á milli laga var eins og hjá þeim John, Paul, George og Ringo. Málglaðastir voru "Paul" og "John" og var sá síðarnefndi glettilega líkur Lennon í útliti og töktum. Hljómurinn var langt í frá nýtískulegur þrátt fyrir glæsileg salarkynnin. Í staðinn var notast við Vox-magnara eins og Bítlarnir áttu og Rickenbacker-bassa í anda McCartney og að sjálfsögðu var eftirherma hans örvhent. Tónleikagestir fengu þannig á tilfinninguna að þeir væru komnir rúma hálfa öld aftur í tímann þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu spor í Cavern-klúbbnum. Tónleikunum var skipt í fjögur tímaskeið og klæddu The Bootleg Beatles sig eftir því hvað hæfði hverju þeirra. Fyrst spiluðu þeir elstu lögin eins og I Wanna Hold Your Hand og Saw Her Standing There og í síðarnefnda laginu fengu þeir salinn til að standa upp og dansa. Það virtist létta stemninguna, sem hafði fram að því verið örlítið þvinguð. Eftir hlé mættu þeir aftur í Sgt. Pepper-dressinu, með blásara og strengjaspilara sér við hlið og spiluðu Sgt. Pepper"s Lonely Hearts Club Band (hægt er að sjá þann flutning í myndbandi hér fyrir ofan sem áhorfandi hlóð upp á YouTube), I Am The Walrus og fleiri fín lög. George Harrison-eftirherman, Andre Barreu sem er eini upphaflegi meðlimur The Bootleg Beatles, spilaði While My Guitar Gently Weeps og Here Comes The Sun með hjálp strengjaleikara, áður en félagar hans komu á svið í hippaklæðnaði. Lög af síðustu plötunni sem Bítlarnir tóku upp, Abbey Road, voru þar áberandi og náði hljómsveitin mestu flugi í þeim lögum. Þarna var stemningin orðin mjög góð í salnum og minnti hún stundum á ekta íslenskt sveitaball þar sem áhorfendur stóðu uppi og dönsuðu, sungu og klöppuðu með, auk þess sem eitt og eitt öskur fékk að fljóta með. Lokalagið fyrir uppklapp, eins og á öllum tónleikum The Bootleg Beatles, var Hey Jude. Eftir uppklapp spiluðu þeir nokkur lög til viðbótar og enduðu á Twist and Shout við góðar undirtektir tónleikagesta, sem höfðu fyrir löngu komist yfir kjánahrollinn, ef hann var einhvern tímann fyrir hendi, og gátu notið tónlistarinnar og "leikritsins" sem þessar fyrirtaks eftirhermur höfðu upp á að bjóða. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar. The Bootleg Beatles. Eldborg, Harpa 3. febrúar Liðsmenn The Bootleg Beatles voru fljótir að slá á mögulegar efasemdarraddir um ágæti þeirra er þeir mættu á svið í Eldborgarsalnum í Hörpu á sunnudagskvöld. Einhverjir Bítlaaðdáendur óttuðust vafalítið að þeir myndu fara illa með "gersemar" sinna manna og gera lítið úr þessari merku sveit með spilamennsku sinni. Aðrir hafa eflaust spurt sig hversu langt þeir ætluðu að ganga sem eftirhermur og hvort þetta yrði kannski allt saman afskaplega kjánalegt. Alla vega er ljóst að forvitnin var mikil þegar fjórmenningarnir mættu til leiks. Fljótlega kom í ljós að þeir kunnu auðveldlega að spila og syngja eins og Bítlarnir og að þeir gengu alla leið í að herma eftir þeim. Klæðnaðurinn var eins, hártískan, hreyfingarnar og meira að segja talsmáti þeirra á milli laga var eins og hjá þeim John, Paul, George og Ringo. Málglaðastir voru "Paul" og "John" og var sá síðarnefndi glettilega líkur Lennon í útliti og töktum. Hljómurinn var langt í frá nýtískulegur þrátt fyrir glæsileg salarkynnin. Í staðinn var notast við Vox-magnara eins og Bítlarnir áttu og Rickenbacker-bassa í anda McCartney og að sjálfsögðu var eftirherma hans örvhent. Tónleikagestir fengu þannig á tilfinninguna að þeir væru komnir rúma hálfa öld aftur í tímann þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu spor í Cavern-klúbbnum. Tónleikunum var skipt í fjögur tímaskeið og klæddu The Bootleg Beatles sig eftir því hvað hæfði hverju þeirra. Fyrst spiluðu þeir elstu lögin eins og I Wanna Hold Your Hand og Saw Her Standing There og í síðarnefnda laginu fengu þeir salinn til að standa upp og dansa. Það virtist létta stemninguna, sem hafði fram að því verið örlítið þvinguð. Eftir hlé mættu þeir aftur í Sgt. Pepper-dressinu, með blásara og strengjaspilara sér við hlið og spiluðu Sgt. Pepper"s Lonely Hearts Club Band (hægt er að sjá þann flutning í myndbandi hér fyrir ofan sem áhorfandi hlóð upp á YouTube), I Am The Walrus og fleiri fín lög. George Harrison-eftirherman, Andre Barreu sem er eini upphaflegi meðlimur The Bootleg Beatles, spilaði While My Guitar Gently Weeps og Here Comes The Sun með hjálp strengjaleikara, áður en félagar hans komu á svið í hippaklæðnaði. Lög af síðustu plötunni sem Bítlarnir tóku upp, Abbey Road, voru þar áberandi og náði hljómsveitin mestu flugi í þeim lögum. Þarna var stemningin orðin mjög góð í salnum og minnti hún stundum á ekta íslenskt sveitaball þar sem áhorfendur stóðu uppi og dönsuðu, sungu og klöppuðu með, auk þess sem eitt og eitt öskur fékk að fljóta með. Lokalagið fyrir uppklapp, eins og á öllum tónleikum The Bootleg Beatles, var Hey Jude. Eftir uppklapp spiluðu þeir nokkur lög til viðbótar og enduðu á Twist and Shout við góðar undirtektir tónleikagesta, sem höfðu fyrir löngu komist yfir kjánahrollinn, ef hann var einhvern tímann fyrir hendi, og gátu notið tónlistarinnar og "leikritsins" sem þessar fyrirtaks eftirhermur höfðu upp á að bjóða.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira