Vongóð um að fá fulla sjón Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2013 09:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir mun beita sér á hliðarlínunni í leikjum Vals í vetur. Mynd/Stefán Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði. Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira