Gylfa Magnússyni svarað Heiðar Már Guðjónsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. Ástæða þess er að hann telur að ég hafi fjárhagslega hagsmuni umfram aðra landsmenn af því að niðurstaða málefna Orkuveitu Reykjavíkur þróist með einum hætti frekar en öðrum. Ég hafði vonast til þess að umræðan um efnahagsmálin gæti verið málefnaleg, sérstaklega þegar rætt er við háskólamenn. Um Orkuveitu Reykjavíkur Ég hef komið með þrjá helstu sérfræðinga heims um skuldamál á fundi OR. Þetta hef ég gert á eigin kostnað, án þess að það hafi kostað OR svo mikið sem eina krónu. Þetta er það sama og ég gerði þegar ég fékk Lee C. Buchheit til landsins í desember 2008 í tengslum við Icesave. Ég hef enga samninga um fjárhagslega aðkomu að þessu máli og vænti einskis, heldur greiði ég fyrir þessa vinnu úr eigin vasa. Erlendar skuldir OR eru tuttugufaldar tekjur hennar í erlendum myntum, kaup OR á gjaldeyri til að mæta þessum skuldum veikir lífskjör almennings. Þessar skuldir eru ekki tilkomnar vegna veituþjónustu fyrirtækisins við almenning heldur vegna mislukkaðrar spákaupmennsku fyrirtækisins. Gylfi vill að almenningur beri tjónið að fullu. Ég hef lagt til að leitað verði samninga um að fagfjárfestarnir sem tóku vitandi vits þátt í áhættunni með lánveitingum beri hluta tjónsins. Seðlabankinn tiltekur fyrirtækið, eitt fyrirtækja ásamt Landsbankanum, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og ógnir við hann. Gylfi getur því ekki breytt því að skuldastaða fyrirtækisins er ósjálfbær og neitar að viðurkenna vandann eins og í öðrum málum. Um SpKef og Byr Gylfi neitar að mat hans hafi verið kolrangt og heldur því fram að hann hafi ekkert annað getað gert í stöðunni. Það er rangt. Það hefði átt að loka þessum stofnunum strax því taprekstur þeirra var framlengdur og kostaði skattgreiðendur fimmtíu milljarða. Um Icesave Gylfi er enn þeirrar skoðunar að aldrei hafi átt að láta reyna á lagahlið málsins. Það er ótrúlegt mat. Hann biðst þó afsökunar á orðum sínum um Ísland sem „Kúbu norðursins", sem hann segir vanhugsuð og kjánaleg. Það sem hann ætti þó að biðjast afsökunar á eru þöggunartilburðir hans í Icesave-umræðunni með því að reyna að hræða almenning til fylgis við skoðun sína í krafti embættis síns. Um Landsbankann Gylfi segir að mikil réttaróvissa um gengislán bankakerfisins hafi verið öllum ljós þegar Landsbankinn var endurreistur. Í því ljósi er óskiljanlegt að Gylfi skyldi ákveða að kaupa gengislán bankans af kröfuhöfum án fyrirvara um réttaróvissuna. Hann keypti með öðrum orðum eignir sem hann hafði ekki hugmynd um hvers virði voru. Enginn grandvar maður gerir slíkt. Gylfi heldur því fram að mistök hans við stofnun ríkisbankans muni ekki lenda á almenningi. Hann lætur því ósvarað hvers vegna Seðlabankinn, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika, nefnir Landsbankann sérstaklega sem eina helstu ógnina við hann. Um erlenda skuldastöðu Seðlabankinn er frægur að endemum fyrir mat sitt á skuldastöðu þjóðarinnar. En sú frægð hefur farið fram hjá Gylfa sem vitnar í úreltar tölur bankans sem komu út nokkrum vikum fyrir Icesave-kosningar 2011 og hafa síðan verið uppfærðar reglulega til að sýna rétta mynd af skuldastöðu þjóðarinnar sem er margfalt verri en gefið var til kynna fyrir kosningar. Gylfi segir að tölur AGS um skuldastöðu séu þær bestu en lætur þess ógetið að þær tölur eru allar komnar frá Seðlabankanum sem „týndi" 155 milljörðum af erlendum skuldum síðasta sumar þegar „verið var að færa þær á milli tölvukerfa". Hvernig útskýrir Gylfi sífellda veikingu krónunnar og gjaldeyrishöft fyrst að erlend skuldastaða hefur ekki verið betri í tíu ár, eins og hann heldur fram? Það er alkunna að ástæða veikingar krónunnar er ósjálfbærni íslenskra utanríkisviðskipta. Það fer meiri gjaldeyrir úr kerfinu en kemur inn í það. Um nauðasamninga Gylfi heldur því fram, í ljósi rangs mats á erlendri skuldastöðu, að ganga eigi frá nauðasamningum við erlenda kröfuhafa. Ég hef varað við því í meira en ár. Það er ljóst hvor hefur rangt fyrir sér hér, því mat vogunarsjóðanna á eigin endurheimtum hefur lækkað gríðarlega frá því í haust, þegar Gylfi vildi að nauðasamningar yrðu undirritaðir, og nemur lækkunin hundruðum milljörðum króna. Ef Gylfi hefði fengið einhverju ráðið hefði það aldrei orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. Ástæða þess er að hann telur að ég hafi fjárhagslega hagsmuni umfram aðra landsmenn af því að niðurstaða málefna Orkuveitu Reykjavíkur þróist með einum hætti frekar en öðrum. Ég hafði vonast til þess að umræðan um efnahagsmálin gæti verið málefnaleg, sérstaklega þegar rætt er við háskólamenn. Um Orkuveitu Reykjavíkur Ég hef komið með þrjá helstu sérfræðinga heims um skuldamál á fundi OR. Þetta hef ég gert á eigin kostnað, án þess að það hafi kostað OR svo mikið sem eina krónu. Þetta er það sama og ég gerði þegar ég fékk Lee C. Buchheit til landsins í desember 2008 í tengslum við Icesave. Ég hef enga samninga um fjárhagslega aðkomu að þessu máli og vænti einskis, heldur greiði ég fyrir þessa vinnu úr eigin vasa. Erlendar skuldir OR eru tuttugufaldar tekjur hennar í erlendum myntum, kaup OR á gjaldeyri til að mæta þessum skuldum veikir lífskjör almennings. Þessar skuldir eru ekki tilkomnar vegna veituþjónustu fyrirtækisins við almenning heldur vegna mislukkaðrar spákaupmennsku fyrirtækisins. Gylfi vill að almenningur beri tjónið að fullu. Ég hef lagt til að leitað verði samninga um að fagfjárfestarnir sem tóku vitandi vits þátt í áhættunni með lánveitingum beri hluta tjónsins. Seðlabankinn tiltekur fyrirtækið, eitt fyrirtækja ásamt Landsbankanum, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og ógnir við hann. Gylfi getur því ekki breytt því að skuldastaða fyrirtækisins er ósjálfbær og neitar að viðurkenna vandann eins og í öðrum málum. Um SpKef og Byr Gylfi neitar að mat hans hafi verið kolrangt og heldur því fram að hann hafi ekkert annað getað gert í stöðunni. Það er rangt. Það hefði átt að loka þessum stofnunum strax því taprekstur þeirra var framlengdur og kostaði skattgreiðendur fimmtíu milljarða. Um Icesave Gylfi er enn þeirrar skoðunar að aldrei hafi átt að láta reyna á lagahlið málsins. Það er ótrúlegt mat. Hann biðst þó afsökunar á orðum sínum um Ísland sem „Kúbu norðursins", sem hann segir vanhugsuð og kjánaleg. Það sem hann ætti þó að biðjast afsökunar á eru þöggunartilburðir hans í Icesave-umræðunni með því að reyna að hræða almenning til fylgis við skoðun sína í krafti embættis síns. Um Landsbankann Gylfi segir að mikil réttaróvissa um gengislán bankakerfisins hafi verið öllum ljós þegar Landsbankinn var endurreistur. Í því ljósi er óskiljanlegt að Gylfi skyldi ákveða að kaupa gengislán bankans af kröfuhöfum án fyrirvara um réttaróvissuna. Hann keypti með öðrum orðum eignir sem hann hafði ekki hugmynd um hvers virði voru. Enginn grandvar maður gerir slíkt. Gylfi heldur því fram að mistök hans við stofnun ríkisbankans muni ekki lenda á almenningi. Hann lætur því ósvarað hvers vegna Seðlabankinn, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika, nefnir Landsbankann sérstaklega sem eina helstu ógnina við hann. Um erlenda skuldastöðu Seðlabankinn er frægur að endemum fyrir mat sitt á skuldastöðu þjóðarinnar. En sú frægð hefur farið fram hjá Gylfa sem vitnar í úreltar tölur bankans sem komu út nokkrum vikum fyrir Icesave-kosningar 2011 og hafa síðan verið uppfærðar reglulega til að sýna rétta mynd af skuldastöðu þjóðarinnar sem er margfalt verri en gefið var til kynna fyrir kosningar. Gylfi segir að tölur AGS um skuldastöðu séu þær bestu en lætur þess ógetið að þær tölur eru allar komnar frá Seðlabankanum sem „týndi" 155 milljörðum af erlendum skuldum síðasta sumar þegar „verið var að færa þær á milli tölvukerfa". Hvernig útskýrir Gylfi sífellda veikingu krónunnar og gjaldeyrishöft fyrst að erlend skuldastaða hefur ekki verið betri í tíu ár, eins og hann heldur fram? Það er alkunna að ástæða veikingar krónunnar er ósjálfbærni íslenskra utanríkisviðskipta. Það fer meiri gjaldeyrir úr kerfinu en kemur inn í það. Um nauðasamninga Gylfi heldur því fram, í ljósi rangs mats á erlendri skuldastöðu, að ganga eigi frá nauðasamningum við erlenda kröfuhafa. Ég hef varað við því í meira en ár. Það er ljóst hvor hefur rangt fyrir sér hér, því mat vogunarsjóðanna á eigin endurheimtum hefur lækkað gríðarlega frá því í haust, þegar Gylfi vildi að nauðasamningar yrðu undirritaðir, og nemur lækkunin hundruðum milljörðum króna. Ef Gylfi hefði fengið einhverju ráðið hefði það aldrei orðið.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun