Gott að sleppa við stærðfræði 17. febrúar 2013 00:01 Hollywood-leikarinn í Berlín þar sem Prince Avalanche var sýnd á dögunum. nordicphotos/getty Hollywood-leikarinn Paul Rudd leikur í Prince Avalanche, endurgerð Á annan veg. Hann getur vel hugsað sér að fljúga til Íslands þegar hún verður frumsýnd. Hollywood-leikarinn Paul Rudd fer með annað aðalhlutverkanna í Prince Avalanche, endurgerð Á annan veg sem kom út hér á landi 2011. Rudd er þekktur fyrir gamanleik sinn í myndum á borð við Clueless, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, The 40-Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall og I Love You Man. Einnig lék hann Mike Hannigan, kærasta og síðar eiginmann Phoebe, í síðustu tveimur þáttaröðunum af Friends. Rudd leikur iðulega viðkunnanlega náunga og kom það blaðamanni því ekki á óvart hversu þægilegur hann var í tilsvörum er hann var spurður út í Prince Avalanche og kvikmyndaferil sinn.Góð viðbrögð í Þýskalandi Prince Avalanche var frumsýnd á miðvikudag á kvikmyndahátíðinni í Berlín, þar sem Rudd var staddur á meðan á símaviðtalinu stóð. Aðspurður segir hann myndina hafa fengið góð viðbrögð. „Blöðin virtust vera jákvæð en ég get því miður ekki sagt í smáatriðum hvað þau sögðu því þau voru öll á þýsku," segir hann og hlær. „Viðbrögðin í bíóinu voru mjög jákvæð. Fólkið hló á stöðum þar sem ég átti ekki alveg von á að það myndi hlæja. Það virtist kunna að meta þessa sögu." Þetta var í annað sinn sem hann sá myndina sjálfur en fyrst sá hann hana á Sundance-hátíðinni í Utah. „Viðbrögðin voru góð á báðum stöðum en voru aðeins lágstemmdari hér, kannski vegna þess að húmorinn í henni liggur dálítið undir niðri. Margt náði í gegn hjá áhorfendum en sumt kannski ekki eins vel."Hreifst af Á annan veg Prince Avalanche gerist árið 1988 og fjallar um tvo vegavinnumenn. Þeir ákveða að yfirgefa borgina og eyða sumrinu fjarri öllum ys og þys við að mála umferðarlínur á þjóðveginum. Tökur fóru fram í Texas og stóðu yfir í aðeins sextán daga. Leikstjórinn David Gordon Green, sem er þekktastur fyrir hasargrínmyndina Pineapple Express, ákvað að drífa í tökunum til að fanga þá eyðileggingu sem skógareldarnir í Bastrop State Park ullu árið 2011. Af hverju ætli Rudd, sem er vanur að leika í stórum Hollywood-myndum, hafi ákveðið að leika í þessari ódýru og óvenjulegu mynd? „Ég hef verið vinur leikstjórans í mörg ár og mig hafði alltaf langað til að vinna með honum. Hann hringdi í mig og spurði: „Hvernig líst þér á að fara til Texas í nokkrar vikur? Þar er skógur sem hefur brunnið og við ætlum að fara með nokkrar myndavélar þangað og taka upp þessa mynd"," segir Rudd. „Ég var mjög spenntur fyrir þessari hugmynd. Mér fannst þetta skemmtileg tilraun því þetta var algjör andstæða við það sem ég hef verið að gera síðustu tvö ár í stórum upptökuverum með fjölmennu tökuliði. Þetta leit út fyrir að vera listrænt verkefni. Ég vissi ekki hvernig þetta yrði en var viss um að þetta yrði skemmtileg reynsla. Svo sendi hann [Green] mér DVD af Á annan veg. Ég horfði á hana og fannst það virkilega góð mynd og fannst spennandi að prófa þetta."Öðruvísi hlutverk Rudd hafði gaman af að leika vegavinnumanninn Alvin en á móti honum lék Emile Hirch, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Into the Wild. „Þetta er öðruvísi persóna en ég hef leikið. Hann lítur öðruvísi út en ég geri venjulega og það var áhugavert að setja sig inn í aðstæður persónunnar og það sem hún gekk í gegnum. Ég hafði mjög gaman af því að vinna við myndina og þarna voru skemmtileg, dramatísk atriði sem ég hef ekki komið mikið nálægt í síðustu myndum mínum." Spurður hvort hann vilji leika í fleiri myndum í þessum dúr í framtíðinni segist hann vera til í prófa alls kyns hluti. „Mig langar að leika dramatísk og fyndin hlutverk af mismunandi stærðargráðum. Ég væri alveg til að leika í svona lítilli mynd með fámennu tökuliði. Þarna er öðruvísi sköpunarferli í gangi og ekki eins mikið í húfi og í stúdíómynd."Langar að heimsækja Ísland Þegar Prince Avalanche var frumsýnd á Sundance, kveiðst þú fyrir viðbrögðum íslensku kvikmyndagerðarmannanna sem þar voru? „Sem betur fer vissi ég ekki að þeir væru þar fyrr en myndin var búin. Við hefðum orðið mjög stressaðir ef við hefðum vitað það. Ég hefði allan tímann hugsað hvað þeim fyndist eiginlega um hitt og þetta. Svo hitti ég þá eftir sýninguna og þeir voru mjög vingjarnlegir og sögðust hafa haft gaman af myndinni og að það hefði líka verið skrítið að sjá hana en á góðan hátt," segir hann. „Ég hitti þá í gærkvöldi [á miðvikudagskvöld] hérna í Berlín og spjallaði við þá og ég held að þeir séu ánægðir með hana. Ég held að myndin sé trú íslensku útgáfunni því andi hennar svífur yfir vötnum." Myndir þú koma til Íslands til að vera viðstaddur frumsýningu Prince Avalanche? „Ég hefði gaman af því," segir Rudd og hlær. „Það færi eftir því hvenær það verður og hvort ég kemst en ég held að það yrði alveg frábært."Sleppur við stærðfræðina Hin 43 ára Paul Rudd fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum en þegar hann var tíu ára flutti hann til Kansas og gekk þar síðar meir í háskóla. Spurður hvers vegna hann valdi leiklistina segist hann ekki vita það fyrir víst. „Líklega vegna athyglinnar, gerast ekki flestir leikarar vegna hennar? Ég man að á mismunandi tímabilum í lífi mínu reyndi ég að átta mig á því hvort það væri í raun og veru hægt að vinna við þetta. Ég hlustaði á plötur með Steve Martin og hugsaði með mér: „Þessi náungi lifir á því að tala. Hversu svalt er það? Þegar ég var um sautján ára langaði mig að prófa að leika og hugsaði að þetta væri eitthvað sem ég gæti haft gaman af. Svo fór ég út í þetta af fullri alvöru." Hvað er skemmtilegast við að vera leikari? „Það er ekki mikið af stærðfræði sem maður þarf að glíma við og svo þarf ég ekki að lyfta neinu sem er sérstaklega þungt," segir hann hress. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hollywood-leikarinn Paul Rudd leikur í Prince Avalanche, endurgerð Á annan veg. Hann getur vel hugsað sér að fljúga til Íslands þegar hún verður frumsýnd. Hollywood-leikarinn Paul Rudd fer með annað aðalhlutverkanna í Prince Avalanche, endurgerð Á annan veg sem kom út hér á landi 2011. Rudd er þekktur fyrir gamanleik sinn í myndum á borð við Clueless, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, The 40-Year Old Virgin, Forgetting Sarah Marshall og I Love You Man. Einnig lék hann Mike Hannigan, kærasta og síðar eiginmann Phoebe, í síðustu tveimur þáttaröðunum af Friends. Rudd leikur iðulega viðkunnanlega náunga og kom það blaðamanni því ekki á óvart hversu þægilegur hann var í tilsvörum er hann var spurður út í Prince Avalanche og kvikmyndaferil sinn.Góð viðbrögð í Þýskalandi Prince Avalanche var frumsýnd á miðvikudag á kvikmyndahátíðinni í Berlín, þar sem Rudd var staddur á meðan á símaviðtalinu stóð. Aðspurður segir hann myndina hafa fengið góð viðbrögð. „Blöðin virtust vera jákvæð en ég get því miður ekki sagt í smáatriðum hvað þau sögðu því þau voru öll á þýsku," segir hann og hlær. „Viðbrögðin í bíóinu voru mjög jákvæð. Fólkið hló á stöðum þar sem ég átti ekki alveg von á að það myndi hlæja. Það virtist kunna að meta þessa sögu." Þetta var í annað sinn sem hann sá myndina sjálfur en fyrst sá hann hana á Sundance-hátíðinni í Utah. „Viðbrögðin voru góð á báðum stöðum en voru aðeins lágstemmdari hér, kannski vegna þess að húmorinn í henni liggur dálítið undir niðri. Margt náði í gegn hjá áhorfendum en sumt kannski ekki eins vel."Hreifst af Á annan veg Prince Avalanche gerist árið 1988 og fjallar um tvo vegavinnumenn. Þeir ákveða að yfirgefa borgina og eyða sumrinu fjarri öllum ys og þys við að mála umferðarlínur á þjóðveginum. Tökur fóru fram í Texas og stóðu yfir í aðeins sextán daga. Leikstjórinn David Gordon Green, sem er þekktastur fyrir hasargrínmyndina Pineapple Express, ákvað að drífa í tökunum til að fanga þá eyðileggingu sem skógareldarnir í Bastrop State Park ullu árið 2011. Af hverju ætli Rudd, sem er vanur að leika í stórum Hollywood-myndum, hafi ákveðið að leika í þessari ódýru og óvenjulegu mynd? „Ég hef verið vinur leikstjórans í mörg ár og mig hafði alltaf langað til að vinna með honum. Hann hringdi í mig og spurði: „Hvernig líst þér á að fara til Texas í nokkrar vikur? Þar er skógur sem hefur brunnið og við ætlum að fara með nokkrar myndavélar þangað og taka upp þessa mynd"," segir Rudd. „Ég var mjög spenntur fyrir þessari hugmynd. Mér fannst þetta skemmtileg tilraun því þetta var algjör andstæða við það sem ég hef verið að gera síðustu tvö ár í stórum upptökuverum með fjölmennu tökuliði. Þetta leit út fyrir að vera listrænt verkefni. Ég vissi ekki hvernig þetta yrði en var viss um að þetta yrði skemmtileg reynsla. Svo sendi hann [Green] mér DVD af Á annan veg. Ég horfði á hana og fannst það virkilega góð mynd og fannst spennandi að prófa þetta."Öðruvísi hlutverk Rudd hafði gaman af að leika vegavinnumanninn Alvin en á móti honum lék Emile Hirch, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Into the Wild. „Þetta er öðruvísi persóna en ég hef leikið. Hann lítur öðruvísi út en ég geri venjulega og það var áhugavert að setja sig inn í aðstæður persónunnar og það sem hún gekk í gegnum. Ég hafði mjög gaman af því að vinna við myndina og þarna voru skemmtileg, dramatísk atriði sem ég hef ekki komið mikið nálægt í síðustu myndum mínum." Spurður hvort hann vilji leika í fleiri myndum í þessum dúr í framtíðinni segist hann vera til í prófa alls kyns hluti. „Mig langar að leika dramatísk og fyndin hlutverk af mismunandi stærðargráðum. Ég væri alveg til að leika í svona lítilli mynd með fámennu tökuliði. Þarna er öðruvísi sköpunarferli í gangi og ekki eins mikið í húfi og í stúdíómynd."Langar að heimsækja Ísland Þegar Prince Avalanche var frumsýnd á Sundance, kveiðst þú fyrir viðbrögðum íslensku kvikmyndagerðarmannanna sem þar voru? „Sem betur fer vissi ég ekki að þeir væru þar fyrr en myndin var búin. Við hefðum orðið mjög stressaðir ef við hefðum vitað það. Ég hefði allan tímann hugsað hvað þeim fyndist eiginlega um hitt og þetta. Svo hitti ég þá eftir sýninguna og þeir voru mjög vingjarnlegir og sögðust hafa haft gaman af myndinni og að það hefði líka verið skrítið að sjá hana en á góðan hátt," segir hann. „Ég hitti þá í gærkvöldi [á miðvikudagskvöld] hérna í Berlín og spjallaði við þá og ég held að þeir séu ánægðir með hana. Ég held að myndin sé trú íslensku útgáfunni því andi hennar svífur yfir vötnum." Myndir þú koma til Íslands til að vera viðstaddur frumsýningu Prince Avalanche? „Ég hefði gaman af því," segir Rudd og hlær. „Það færi eftir því hvenær það verður og hvort ég kemst en ég held að það yrði alveg frábært."Sleppur við stærðfræðina Hin 43 ára Paul Rudd fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum en þegar hann var tíu ára flutti hann til Kansas og gekk þar síðar meir í háskóla. Spurður hvers vegna hann valdi leiklistina segist hann ekki vita það fyrir víst. „Líklega vegna athyglinnar, gerast ekki flestir leikarar vegna hennar? Ég man að á mismunandi tímabilum í lífi mínu reyndi ég að átta mig á því hvort það væri í raun og veru hægt að vinna við þetta. Ég hlustaði á plötur með Steve Martin og hugsaði með mér: „Þessi náungi lifir á því að tala. Hversu svalt er það? Þegar ég var um sautján ára langaði mig að prófa að leika og hugsaði að þetta væri eitthvað sem ég gæti haft gaman af. Svo fór ég út í þetta af fullri alvöru." Hvað er skemmtilegast við að vera leikari? „Það er ekki mikið af stærðfræði sem maður þarf að glíma við og svo þarf ég ekki að lyfta neinu sem er sérstaklega þungt," segir hann hress.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira