Vandræði að koma gestum Hönnunarmars í gistingu Kolbeinn Óttarsson Proppé og Kristján Hjálmarsson skrifar 19. febrúar 2013 11:00 Austurrískir ferðamenn. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember og desember í fyrra en árið áður. Mynd/Valli Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum. HönnunarMars Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira