Kerfisvillan fundin hjá Gylfa Heiðar Már Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og tiltekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð. Þar á meðal hef ég barist á móti því að stjórnvöld klári nauðasamninga við vogunarsjóðina sem eiga mest af kröfum föllnu bankanna. Þar liggur stærsta hætta þjóðarbúsins um þessar mundir, og er um að tefla hagsmuni upp á hundruð milljarða króna. Það vakti fyrir mér að vara við málflutningi eins og Gylfi hefur verið með frá hruni, því tal hans um að erlend staða þjóðarbúsins hafi ekki verið betri í áratug og Ísland geti klárað nauðasamninga er byggt á misskilningi. Því miður fæ ég engin efnisleg svör frá dósentnum heldur einungis útúrsnúninga og rangfærslur. Kostuðu almenning tugi milljarða Það er staðreynd að tugir milljarða af almannafé töpuðust út af mistökum Gylfa í samningagerð við kröfuhafa Landsbankans þegar hann tók gengislán bankans yfir með samningum 15. desember 2009. Það er staðreynd að tugir milljarða töpuðust þegar Gylfi ákvað að gefa SpKef og Byr nýtt fjármagn og undanþágu frá lögum um fjármálafyrirtæki sem jók á tap almennings vegna sjóðanna. Það er einnig ljóst að mat hans á Icesave er óbreytt, svo sérkennilegt sem það kann að virðast, og hann telur að skuldir Íslands séu sjálfbærar. Orkuveita Reykjavíkur En Gylfi ákveður að taka sérstaklega fyrir OR, sem var bara eitt atriði af sex, og reyna að gera mig tortryggilegan vegna þess að ég hafði forgöngu um aðkomu sérfræðinga að skuldavanda fyrirtækisins. Hann meira að segja heldur því fram að ég hafi komið með vogunarsjóði að því máli sem muni græða milljarða, en hvort tveggja er uppspuni af hans hálfu. Því næst veltir hann fyrir sér ímyndaðri skiptingu á ímyndaðri þóknun, sem eru staðlausir stafir. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum furðulega málflutningi Gylfa en að hann kjósi að beina sjónum frá raunverulegum skuldavanda fyrirtækisins. Hvernig þessi framganga samrýmist störfum hans sem stjórnarmaður fyrirtækisins skal látið öðrum um að dæma. Veitustarfsemi og áhættufjárfestingar Það er alkunna að OR var komið langt út fyrir verksvið sitt og stundaði miklar áhættufjárfestingar og spákaupmennsku á árunum fyrir hrun. Það er raunverulegt, lagalegt álitamál hvort það fær staðist að láta viðskiptavini veitufyrirtækis með einokunarstöðu á markaði greiða fyrir lánin sem nú eru að sliga fyrirtækið og voru tekin til að fjármagna veðmálastarfsemina. Aðskilnaður OR er á undanþágu, sem rennur út á þessu ári, um að aðskilja veituþjónustu frá almennri viðskiptastarfsemi fyrirtækisins. Tilskipun ESB kveður á um þessa uppskiptingu og HS orku var skipt upp í samræmi við hana árið 2008. Það er erfitt að skilja hvers vegna það vefst fyrir Gylfa að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja skuldir og rekstur OR, m.a. út af þessu máli. Hann verður þó ekki sakaður um ósamkvæmni, því þegar litið er á þau sex atriði sem ég hef tiltekið hefur dósentinn kerfisbundið neitað að horfast í augu við veruleikann. Tjón almennings OR skuldar um 200 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa verið boðnar til sölu á markaði með allt að helmingsafslætti. Það er ótrúlegt ef Gylfa er það ekki ljóst. Vandinn felst hins vegar í því að tekjur OR eru innan við 10 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á ári. Fyrirtækið er því ekki gjaldfært í erlendri mynt heldur fer kerfisbundið inn á krónumarkaðinn og kaupir gjaldeyri, t.d. fyrir næsta 30 milljarða gjalddaga í lok apríl, sem veikir krónuna, lækkar lífskjör landsmanna og eykur á skuldabyrði hinna verðtryggðu lána. Það er engin afsökun fyrir Gylfa að líta fram hjá þessum vanda þótt hann hafi ekki viljað þiggja ráðgjöf frá þeim sérfræðingum sem ég kynnti fyrir fyrirtækinu. Um endurskipulagningu skulda Allir alþjóðlegir kröfuhafar OR hafa þurft að endursemja um útlán sín á síðustu árum. Eitt stærsta málið sem þessir aðilar tóku þátt í var Ermarsundsgöngin og þar urðu niðurfærslur lána miklar. Eftir að allar forsendur lánanna til OR brustu, út af gjaldeyrishöftum, áhættufjárfestingum sem voru þvert gegn megintilgangi starfsemi fyrirtækisins og sjónarmiðum um aðskilnað slíks rekstrar frá veituþjónustu, ætti að vera hægur vandi að færa skuldir fyrirtækisins að greiðslugetu þess, eins og markaðsverð lánanna ber með sér. Hvers vegna vill Gylfi að íslenskur almenningur beri kostnaðinn af þeim mistökum fremur en þeir sem veittu upplýst samþykki sitt fyrir þessum ákvörðunum með lánveitingum? Kerfisvillan Gylfi Magnússon skilur því miður ekki grunnatriði fjármála. Kröfuhafar fyrirtækja eiga ekki heimtingu á aðstoð ríkisvalds, þó að fyrirtækin séu í eigu sveitarfélaga. Kröfuhafar, hvort sem þeir eru vogunarsjóðir eða annars konar fjárfestar eða lánveitendur, eiga ekki rétt á því, umfram aðra, að geta gengið í gjaldeyrissjóð þjóðarinnar eða veikt krónuna kerfisbundið. Þó að Gylfi sé tilbúinn að hampa hagsmunum kröfuhafa á kostnað þjóðarinnar samrýmist það ekki fjármálafræði og engum sanngirnissjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og tiltekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð. Þar á meðal hef ég barist á móti því að stjórnvöld klári nauðasamninga við vogunarsjóðina sem eiga mest af kröfum föllnu bankanna. Þar liggur stærsta hætta þjóðarbúsins um þessar mundir, og er um að tefla hagsmuni upp á hundruð milljarða króna. Það vakti fyrir mér að vara við málflutningi eins og Gylfi hefur verið með frá hruni, því tal hans um að erlend staða þjóðarbúsins hafi ekki verið betri í áratug og Ísland geti klárað nauðasamninga er byggt á misskilningi. Því miður fæ ég engin efnisleg svör frá dósentnum heldur einungis útúrsnúninga og rangfærslur. Kostuðu almenning tugi milljarða Það er staðreynd að tugir milljarða af almannafé töpuðust út af mistökum Gylfa í samningagerð við kröfuhafa Landsbankans þegar hann tók gengislán bankans yfir með samningum 15. desember 2009. Það er staðreynd að tugir milljarða töpuðust þegar Gylfi ákvað að gefa SpKef og Byr nýtt fjármagn og undanþágu frá lögum um fjármálafyrirtæki sem jók á tap almennings vegna sjóðanna. Það er einnig ljóst að mat hans á Icesave er óbreytt, svo sérkennilegt sem það kann að virðast, og hann telur að skuldir Íslands séu sjálfbærar. Orkuveita Reykjavíkur En Gylfi ákveður að taka sérstaklega fyrir OR, sem var bara eitt atriði af sex, og reyna að gera mig tortryggilegan vegna þess að ég hafði forgöngu um aðkomu sérfræðinga að skuldavanda fyrirtækisins. Hann meira að segja heldur því fram að ég hafi komið með vogunarsjóði að því máli sem muni græða milljarða, en hvort tveggja er uppspuni af hans hálfu. Því næst veltir hann fyrir sér ímyndaðri skiptingu á ímyndaðri þóknun, sem eru staðlausir stafir. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum furðulega málflutningi Gylfa en að hann kjósi að beina sjónum frá raunverulegum skuldavanda fyrirtækisins. Hvernig þessi framganga samrýmist störfum hans sem stjórnarmaður fyrirtækisins skal látið öðrum um að dæma. Veitustarfsemi og áhættufjárfestingar Það er alkunna að OR var komið langt út fyrir verksvið sitt og stundaði miklar áhættufjárfestingar og spákaupmennsku á árunum fyrir hrun. Það er raunverulegt, lagalegt álitamál hvort það fær staðist að láta viðskiptavini veitufyrirtækis með einokunarstöðu á markaði greiða fyrir lánin sem nú eru að sliga fyrirtækið og voru tekin til að fjármagna veðmálastarfsemina. Aðskilnaður OR er á undanþágu, sem rennur út á þessu ári, um að aðskilja veituþjónustu frá almennri viðskiptastarfsemi fyrirtækisins. Tilskipun ESB kveður á um þessa uppskiptingu og HS orku var skipt upp í samræmi við hana árið 2008. Það er erfitt að skilja hvers vegna það vefst fyrir Gylfa að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja skuldir og rekstur OR, m.a. út af þessu máli. Hann verður þó ekki sakaður um ósamkvæmni, því þegar litið er á þau sex atriði sem ég hef tiltekið hefur dósentinn kerfisbundið neitað að horfast í augu við veruleikann. Tjón almennings OR skuldar um 200 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa verið boðnar til sölu á markaði með allt að helmingsafslætti. Það er ótrúlegt ef Gylfa er það ekki ljóst. Vandinn felst hins vegar í því að tekjur OR eru innan við 10 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á ári. Fyrirtækið er því ekki gjaldfært í erlendri mynt heldur fer kerfisbundið inn á krónumarkaðinn og kaupir gjaldeyri, t.d. fyrir næsta 30 milljarða gjalddaga í lok apríl, sem veikir krónuna, lækkar lífskjör landsmanna og eykur á skuldabyrði hinna verðtryggðu lána. Það er engin afsökun fyrir Gylfa að líta fram hjá þessum vanda þótt hann hafi ekki viljað þiggja ráðgjöf frá þeim sérfræðingum sem ég kynnti fyrir fyrirtækinu. Um endurskipulagningu skulda Allir alþjóðlegir kröfuhafar OR hafa þurft að endursemja um útlán sín á síðustu árum. Eitt stærsta málið sem þessir aðilar tóku þátt í var Ermarsundsgöngin og þar urðu niðurfærslur lána miklar. Eftir að allar forsendur lánanna til OR brustu, út af gjaldeyrishöftum, áhættufjárfestingum sem voru þvert gegn megintilgangi starfsemi fyrirtækisins og sjónarmiðum um aðskilnað slíks rekstrar frá veituþjónustu, ætti að vera hægur vandi að færa skuldir fyrirtækisins að greiðslugetu þess, eins og markaðsverð lánanna ber með sér. Hvers vegna vill Gylfi að íslenskur almenningur beri kostnaðinn af þeim mistökum fremur en þeir sem veittu upplýst samþykki sitt fyrir þessum ákvörðunum með lánveitingum? Kerfisvillan Gylfi Magnússon skilur því miður ekki grunnatriði fjármála. Kröfuhafar fyrirtækja eiga ekki heimtingu á aðstoð ríkisvalds, þó að fyrirtækin séu í eigu sveitarfélaga. Kröfuhafar, hvort sem þeir eru vogunarsjóðir eða annars konar fjárfestar eða lánveitendur, eiga ekki rétt á því, umfram aðra, að geta gengið í gjaldeyrissjóð þjóðarinnar eða veikt krónuna kerfisbundið. Þó að Gylfi sé tilbúinn að hampa hagsmunum kröfuhafa á kostnað þjóðarinnar samrýmist það ekki fjármálafræði og engum sanngirnissjónarmiðum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun