Sváfum á verðinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Haukum hafa tapað þremur leikjum í röð, bæði í deild og bikar. Haukar mæta Akureyringum á fimmtudagskvöldið.fréttablaðið/valli Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Haukum að undanförnu en eftir frábært gengi liðsins framan af vetri komu skyndilega þrír tapleikir á aðeins átta dögum. Liðið féll úr leik í bikarnum og átta stiga forysta liðsins í deildinni er skyndilega orðin fjögur stig. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt sé að benda á bara eina ástæðu fyrir þessu því margt hjálpist að. Meiðsli og mannabreytingar vega þungt en einnig hugarfar leikmanna. „Þetta mikla forskot sem við höfðum varð til þess að við sofnuðum aðeins á verðinum. Þegar það kom svo að því að spýta í lófana var leiðin aðeins lengri en menn héldu," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær.Vorum værukærir í desember Taphrinan hófst þegar erkifjendurnir í FH komu á Ásvelli um þarsíðustu helgi og slógu meistaraefnin í rot. Síðan tóku við tveir leikir gegn ÍR, þar af annar í bikarnum, sem töpuðust báðir. En Aron segir að hann hafi séð brotalöm á sínu liði strax í desember. „Við vorum orðnir værukærir þá en munurinn er sá að þá tókst okkur að klára leikina okkar," segir Aron, sem þurfti að skilja við liðið í janúar á meðan hann fór með íslenska landsliðið á HM í Spáni, þar sem hann er einnig landsliðsþjálfari. „Eftir HM kem ég heim og liðið er búið að æfa stíft, sérstaklega líkamlega. Við notuðum deildarbikarinn frekar sem undirbúning fyrir deildina og því var hann ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo þegar út í deildina var komið fengum við alvöru kjaftshögg gegn FH," segir Aron.Slæmt að missa Jón Þorbjörn Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Hauka en fjarvera Jóns Þorbjörns Jóhannssonar hefur haft mikið að segja. Hann er með brotið rifbein. „Hann hefur verið okkar jafnbesti maður, bæði í vörn og sókn. Svo misstum við líka Stefán Rafn [Sigurmannsson til Rhein-Neckar Löwen] á sínum tíma, auk þess sem Elías Már Halldórsson hefur verið meiddur. Það hefur kvarnast mikið úr liðinu." Haukar hafa þó fengið sterkan „liðsstyrk" því Sigurbergur Sveinsson er loksins byrjaður að spila með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli. En hann hefur ekki fundið sig í fyrstu leikjunum sínum. „Það er þétt spilað og lítill tími til æfinga á milli leikja. Því verður hann að nota þessa fyrstu leiki til að koma sér í form. Það er erfitt að nota deildarleiki til að pússa liðið saman en ég hef ekki átt annarra kosta völ eftir vetrarfríið." Í lok janúar var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við starfi Arons í sumar en þá mun sá síðarnefndi einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur ekki að sú tilkynning hafi breytt nokkru hjá sínum mönnum. „Hugarfarið í hópnum hefur verið mjög gott og ég tel ekki að þetta hafi breytt nokkru. Við vitum sjálfir best hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera til að bæta hana. Leikurinn við ÍR á sunnudag var skref í rétta átt þó svo að hann hafi tapast. Við nýttum ekki dauðafærin en spilið var mun betra. Við megum ekki gleyma því að við erum í efsta sæti og menn þurfa að hugsa eins og þeir séu í toppliði. Það þýðir ekkert að fara á taugum þrátt fyrir nokkra tapleiki." Olís-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Haukum að undanförnu en eftir frábært gengi liðsins framan af vetri komu skyndilega þrír tapleikir á aðeins átta dögum. Liðið féll úr leik í bikarnum og átta stiga forysta liðsins í deildinni er skyndilega orðin fjögur stig. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að erfitt sé að benda á bara eina ástæðu fyrir þessu því margt hjálpist að. Meiðsli og mannabreytingar vega þungt en einnig hugarfar leikmanna. „Þetta mikla forskot sem við höfðum varð til þess að við sofnuðum aðeins á verðinum. Þegar það kom svo að því að spýta í lófana var leiðin aðeins lengri en menn héldu," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær.Vorum værukærir í desember Taphrinan hófst þegar erkifjendurnir í FH komu á Ásvelli um þarsíðustu helgi og slógu meistaraefnin í rot. Síðan tóku við tveir leikir gegn ÍR, þar af annar í bikarnum, sem töpuðust báðir. En Aron segir að hann hafi séð brotalöm á sínu liði strax í desember. „Við vorum orðnir værukærir þá en munurinn er sá að þá tókst okkur að klára leikina okkar," segir Aron, sem þurfti að skilja við liðið í janúar á meðan hann fór með íslenska landsliðið á HM í Spáni, þar sem hann er einnig landsliðsþjálfari. „Eftir HM kem ég heim og liðið er búið að æfa stíft, sérstaklega líkamlega. Við notuðum deildarbikarinn frekar sem undirbúning fyrir deildina og því var hann ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo þegar út í deildina var komið fengum við alvöru kjaftshögg gegn FH," segir Aron.Slæmt að missa Jón Þorbjörn Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Hauka en fjarvera Jóns Þorbjörns Jóhannssonar hefur haft mikið að segja. Hann er með brotið rifbein. „Hann hefur verið okkar jafnbesti maður, bæði í vörn og sókn. Svo misstum við líka Stefán Rafn [Sigurmannsson til Rhein-Neckar Löwen] á sínum tíma, auk þess sem Elías Már Halldórsson hefur verið meiddur. Það hefur kvarnast mikið úr liðinu." Haukar hafa þó fengið sterkan „liðsstyrk" því Sigurbergur Sveinsson er loksins byrjaður að spila með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli. En hann hefur ekki fundið sig í fyrstu leikjunum sínum. „Það er þétt spilað og lítill tími til æfinga á milli leikja. Því verður hann að nota þessa fyrstu leiki til að koma sér í form. Það er erfitt að nota deildarleiki til að pússa liðið saman en ég hef ekki átt annarra kosta völ eftir vetrarfríið." Í lok janúar var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við starfi Arons í sumar en þá mun sá síðarnefndi einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur ekki að sú tilkynning hafi breytt nokkru hjá sínum mönnum. „Hugarfarið í hópnum hefur verið mjög gott og ég tel ekki að þetta hafi breytt nokkru. Við vitum sjálfir best hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera til að bæta hana. Leikurinn við ÍR á sunnudag var skref í rétta átt þó svo að hann hafi tapast. Við nýttum ekki dauðafærin en spilið var mun betra. Við megum ekki gleyma því að við erum í efsta sæti og menn þurfa að hugsa eins og þeir séu í toppliði. Það þýðir ekkert að fara á taugum þrátt fyrir nokkra tapleiki."
Olís-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira