Skiptastjóri Milestone í mál við saksóknara Stígur Helgason skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Grímur Sigurðsson og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann. Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann.
Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Sjá meira