Skapandi stofnanir Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun