Eley Kishimoto á Hönnunarmars 23. febrúar 2013 12:00 „Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp HönnunarMars Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp
HönnunarMars Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira