Eley Kishimoto á Hönnunarmars 23. febrúar 2013 12:00 „Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp
HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning