Haraldur Nelson: ÍSÍ hefur ekki áhuga á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2013 07:00 Haraldur og sonur hans Gunnar hafa ekki komið brasilísku jújitsú í ÍSÍ. Mynd/Vilhelm Áhugi Íslendinga á Gunnari Nelson er gríðarlegur og áhuginn á blönduðum bardagalistum, MMA, hefur aukist samhliða því. Enn hefur ekki verið keppt í íþróttinni á Íslandi og þess utan ekki víst að það sé að öllu leyti löglegt. „ Það væri frábært ef við gætum verið með amatör-bardaga. Við viljum gera það á réttan og faglegan hátt," sagði Haraldur Dean Nelson hjá Mjölni, en hann er einnig faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. „MMA er ekki bannað en við viljum að það verði settar reglur og reglugerðir um það hvernig á að halda MMA-mót. Við viljum ekki hafa einhverja vitleysinga í því að setja menn saman í búrið þar sem það verður ójafn leikur." Haraldur bendir á að Svíar hafi gert hlutina á faglegan hátt. Þar er annars vegar áhugamanna-MMA og svo keppni atvinnumanna. „Það voru sett lög í kringum 1950 en þau eru um hnefaleika. Þar kemur lítið annað fram en að hnefaleikar séu bannaðir. Það er barn síns tíma. Síðan hefur karate komið og þar er fullsnerting í skrokk og aðeins í andlit. Svo er líka taekwondo á Íslandi þar sem menn eru rotaðir með háspörkum. Svo eru alls konar köst í júdóinu. Þessar íþróttir eru samt greinilega ekki bannaðar hér á landi þrátt fyrir þessa löggjöf. Það er því ekkert sem bannar MMA sem slíkt." Ekki hefur verið stofnað íslenskt MMA-samband og það er því utan ÍSÍ eins og fleira. „Við höfum reynt að koma brasilísku jújitsú inn í ÍSÍ í mörg ár en það hefur ekki gengið. Það er kapituli út af fyrir sig. Það er ótrúlegt að ÍSÍ skuli sýna nýjum íþróttum eins lítinn áhuga og raun ber vitni. ÍSÍ er orðið þannig samband að þeir eru meira í því að halda íþróttum úti en fá þær inn. Það er þeim ekkert keppikefli að fá inn helstu vaxtarsprota í íslensku íþróttalífi. Þeir hafa engan áhuga á að fá okkur inn. Þetta er orðinn allt að því lokaður klúbbur. Því hefur verið haldið fram við mig að lottópeningarnir séu farnir að snúast upp í andhverfu sína. Þeir áttu að efla íþróttalífið en nú sitja menn við kjötkatlana. Ég veit ekki hvort það er rétt en ég veit að það er ekki neinn áhugi né eftirleitan í því að fá íþróttir eins og brasilískt jújitsú inn. Samt eru hundruð að æfa þessa íþrótt og um 200-300 manns að keppa á Íslandsmóti. Mér finnst þetta ekki vera Íþróttasamband Íslands ef það hefur ekki áhuga á íþróttum," segir Haraldur. En á hverju stranda þessar umsóknir? „Við höfum farið og hitt forsvarsmenn ÍSÍ. Þá var okkur tjáð að við yrðum að vera í Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Við sóttum um þar og þá fengum við þau svör að við kæmumst ekki þar inn því íþróttin væri ekki viðurkennd innan ÍSÍ. Þá talaði ég aftur við Líneyju hjá ÍSÍ. Hún sagði að þau væru búin að kanna þetta í nágrannalöndunum og þar væri brasilískt jújitsú ekki hluti af íþróttasamböndunum þar. Mér hefur síðan verið tjáð að það sé hreinlega ekki rétt hjá henni. Jújitsú sé inni hér og þar. Ég sagði við Líneyju að einhver yrði að taka fyrsta skrefið að því að taka nýjar íþróttir inn. Annars yrði engin nýjung. Þarna væri tækifæri fyrir ÍSÍ að taka fyrsta skrefið," segir Haraldur, en þá hafi umræðan farið að snúast um lyfjamál. „Ég sagði henni að það væri velkomið að koma og lyfjaprófa á mótum hjá okkur. Það myndi enginn fagna því meira en við. Það má svo benda á að Gunnar Nelson var lyfjaprófaður af ÍSÍ er hann tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í júdói. Það voru þrír teknir og Gunnar einn af þeim. Ég hugsa að það hafi ekki verið sérstök tilviljun en samt fínt. Hann hefur verið lyfjaprófaður margoft og aldrei fallið. Hann er til í að fara í próf hvenær sem er og hvar sem er. Það má þess vegna prófa hann út af fæðubótarefnum. Hann notar þau ekki. Hann borðar íslenskan mat og drekkur íslenskt vatn." Hver eru eiginlega næstu skref hjá Mjölnismönnum í þessum málum? „Við erum að vinna í því að komast inn í International MMA Federation. Það samband stefnir að því að halda HM 2013. Það beitir sér algjörlega að áhugamanna-MMA. UFC er svo með atvinnumanna-MMA. Við erum að stofna íslenskt MMA-samband sem mun svo ganga inn í alþjóðasambandið. Þeir eru að aðstoða okkur við að koma okkar sambandi á fót öfugt við það sem ÍSÍ gerir. Eins og heyra má er ég örlítið bitur út í þá. Mér finnst bara ekki við hæfi að ÍSÍ skuli ekki vera áhugasamara um íþróttalífið á landinu. Mér finnst það ekki vera ásættanlegt." Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. 18. febrúar 2013 11:25 Pabbi Gunnars Nelson: Einmitt það sem Gunni þurfti núna Gunnar Nelson vann sinn annað UFC-bardaga og sinn ellefta MMA-bardaga í röð í Wembley Arena í gærkvöldi þegar hann sigraði Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega. 17. febrúar 2013 14:00 Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann "Ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann,“ sagði Gunnar Nelson léttur eftir öruggan sigur á Jorge Santiago í UFC-bardaga þeirra í Wembley Arena um helgina. Gunnar er búinn að vinna ellefu MMA-bardaga í röð. 18. febrúar 2013 08:00 Gunnar Nelson upp um 44 sæti á MMA-listanum Gunnar Nelson hoppaði upp um heil 44 sæti á nýjum Styrkleikalista í veltivigt í MMA, blönduðu bardagaíþróttum, sem birtur er á Fightmatrix vefsíðunni. Til að koma til greina þurfa bardagamennirnir að hafa keppt að minnsta kosti einu sinni á síðustu 450 dögum. 19. febrúar 2013 14:50 Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. 23. febrúar 2013 07:30 "Höggið leit örugglega verr út en það var“ Bardagakappinn Gunnar Nelson var að vonum ánægður með sigurinn í London í gærkvöldi. Gunnar fékk, að því er virtist, þungt högg á síðustu sekúndu bardagans en segist ekki varla hafa fundið fyrir högginu. 17. febrúar 2013 22:55 Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. 16. febrúar 2013 00:01 Viðtal við Gunnar - Örþreyttur eftir slaginn Það ætlaði allt um koll að keyra í Smárabíói þegar Gunnar Nelson bardagakappinn snjalli vann andstæðing sinn Jorge Santiagó frá Brasilíu í mögnuðum slag í London í gærkvöld. Gunnar var örþreyttur eftir slaginn. 17. febrúar 2013 20:00 Haraldur Nelson: Svo stoltir að við erum pínu montnir Eins og alþjóð veit sigraði Gunnar Nelson andstæðing sinn í blönduðum bardagalistum (MMA) um síðustu helgi, en færri vita að Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn hjá Cage Contender bardagakeðjunni gegn Ali Arish í kvöld. 23. febrúar 2013 08:00 Bardagi Gunnars Nelson í heild sinni Eins og alþjóð veit hafði Gunnar Nelson betur gegn Jorge Santiago í UFC-bardaga í London á laugardagskvöldið. 18. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Áhugi Íslendinga á Gunnari Nelson er gríðarlegur og áhuginn á blönduðum bardagalistum, MMA, hefur aukist samhliða því. Enn hefur ekki verið keppt í íþróttinni á Íslandi og þess utan ekki víst að það sé að öllu leyti löglegt. „ Það væri frábært ef við gætum verið með amatör-bardaga. Við viljum gera það á réttan og faglegan hátt," sagði Haraldur Dean Nelson hjá Mjölni, en hann er einnig faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. „MMA er ekki bannað en við viljum að það verði settar reglur og reglugerðir um það hvernig á að halda MMA-mót. Við viljum ekki hafa einhverja vitleysinga í því að setja menn saman í búrið þar sem það verður ójafn leikur." Haraldur bendir á að Svíar hafi gert hlutina á faglegan hátt. Þar er annars vegar áhugamanna-MMA og svo keppni atvinnumanna. „Það voru sett lög í kringum 1950 en þau eru um hnefaleika. Þar kemur lítið annað fram en að hnefaleikar séu bannaðir. Það er barn síns tíma. Síðan hefur karate komið og þar er fullsnerting í skrokk og aðeins í andlit. Svo er líka taekwondo á Íslandi þar sem menn eru rotaðir með háspörkum. Svo eru alls konar köst í júdóinu. Þessar íþróttir eru samt greinilega ekki bannaðar hér á landi þrátt fyrir þessa löggjöf. Það er því ekkert sem bannar MMA sem slíkt." Ekki hefur verið stofnað íslenskt MMA-samband og það er því utan ÍSÍ eins og fleira. „Við höfum reynt að koma brasilísku jújitsú inn í ÍSÍ í mörg ár en það hefur ekki gengið. Það er kapituli út af fyrir sig. Það er ótrúlegt að ÍSÍ skuli sýna nýjum íþróttum eins lítinn áhuga og raun ber vitni. ÍSÍ er orðið þannig samband að þeir eru meira í því að halda íþróttum úti en fá þær inn. Það er þeim ekkert keppikefli að fá inn helstu vaxtarsprota í íslensku íþróttalífi. Þeir hafa engan áhuga á að fá okkur inn. Þetta er orðinn allt að því lokaður klúbbur. Því hefur verið haldið fram við mig að lottópeningarnir séu farnir að snúast upp í andhverfu sína. Þeir áttu að efla íþróttalífið en nú sitja menn við kjötkatlana. Ég veit ekki hvort það er rétt en ég veit að það er ekki neinn áhugi né eftirleitan í því að fá íþróttir eins og brasilískt jújitsú inn. Samt eru hundruð að æfa þessa íþrótt og um 200-300 manns að keppa á Íslandsmóti. Mér finnst þetta ekki vera Íþróttasamband Íslands ef það hefur ekki áhuga á íþróttum," segir Haraldur. En á hverju stranda þessar umsóknir? „Við höfum farið og hitt forsvarsmenn ÍSÍ. Þá var okkur tjáð að við yrðum að vera í Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Við sóttum um þar og þá fengum við þau svör að við kæmumst ekki þar inn því íþróttin væri ekki viðurkennd innan ÍSÍ. Þá talaði ég aftur við Líneyju hjá ÍSÍ. Hún sagði að þau væru búin að kanna þetta í nágrannalöndunum og þar væri brasilískt jújitsú ekki hluti af íþróttasamböndunum þar. Mér hefur síðan verið tjáð að það sé hreinlega ekki rétt hjá henni. Jújitsú sé inni hér og þar. Ég sagði við Líneyju að einhver yrði að taka fyrsta skrefið að því að taka nýjar íþróttir inn. Annars yrði engin nýjung. Þarna væri tækifæri fyrir ÍSÍ að taka fyrsta skrefið," segir Haraldur, en þá hafi umræðan farið að snúast um lyfjamál. „Ég sagði henni að það væri velkomið að koma og lyfjaprófa á mótum hjá okkur. Það myndi enginn fagna því meira en við. Það má svo benda á að Gunnar Nelson var lyfjaprófaður af ÍSÍ er hann tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í júdói. Það voru þrír teknir og Gunnar einn af þeim. Ég hugsa að það hafi ekki verið sérstök tilviljun en samt fínt. Hann hefur verið lyfjaprófaður margoft og aldrei fallið. Hann er til í að fara í próf hvenær sem er og hvar sem er. Það má þess vegna prófa hann út af fæðubótarefnum. Hann notar þau ekki. Hann borðar íslenskan mat og drekkur íslenskt vatn." Hver eru eiginlega næstu skref hjá Mjölnismönnum í þessum málum? „Við erum að vinna í því að komast inn í International MMA Federation. Það samband stefnir að því að halda HM 2013. Það beitir sér algjörlega að áhugamanna-MMA. UFC er svo með atvinnumanna-MMA. Við erum að stofna íslenskt MMA-samband sem mun svo ganga inn í alþjóðasambandið. Þeir eru að aðstoða okkur við að koma okkar sambandi á fót öfugt við það sem ÍSÍ gerir. Eins og heyra má er ég örlítið bitur út í þá. Mér finnst bara ekki við hæfi að ÍSÍ skuli ekki vera áhugasamara um íþróttalífið á landinu. Mér finnst það ekki vera ásættanlegt."
Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. 18. febrúar 2013 11:25 Pabbi Gunnars Nelson: Einmitt það sem Gunni þurfti núna Gunnar Nelson vann sinn annað UFC-bardaga og sinn ellefta MMA-bardaga í röð í Wembley Arena í gærkvöldi þegar hann sigraði Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega. 17. febrúar 2013 14:00 Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann "Ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann,“ sagði Gunnar Nelson léttur eftir öruggan sigur á Jorge Santiago í UFC-bardaga þeirra í Wembley Arena um helgina. Gunnar er búinn að vinna ellefu MMA-bardaga í röð. 18. febrúar 2013 08:00 Gunnar Nelson upp um 44 sæti á MMA-listanum Gunnar Nelson hoppaði upp um heil 44 sæti á nýjum Styrkleikalista í veltivigt í MMA, blönduðu bardagaíþróttum, sem birtur er á Fightmatrix vefsíðunni. Til að koma til greina þurfa bardagamennirnir að hafa keppt að minnsta kosti einu sinni á síðustu 450 dögum. 19. febrúar 2013 14:50 Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. 23. febrúar 2013 07:30 "Höggið leit örugglega verr út en það var“ Bardagakappinn Gunnar Nelson var að vonum ánægður með sigurinn í London í gærkvöldi. Gunnar fékk, að því er virtist, þungt högg á síðustu sekúndu bardagans en segist ekki varla hafa fundið fyrir högginu. 17. febrúar 2013 22:55 Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. 16. febrúar 2013 00:01 Viðtal við Gunnar - Örþreyttur eftir slaginn Það ætlaði allt um koll að keyra í Smárabíói þegar Gunnar Nelson bardagakappinn snjalli vann andstæðing sinn Jorge Santiagó frá Brasilíu í mögnuðum slag í London í gærkvöld. Gunnar var örþreyttur eftir slaginn. 17. febrúar 2013 20:00 Haraldur Nelson: Svo stoltir að við erum pínu montnir Eins og alþjóð veit sigraði Gunnar Nelson andstæðing sinn í blönduðum bardagalistum (MMA) um síðustu helgi, en færri vita að Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn hjá Cage Contender bardagakeðjunni gegn Ali Arish í kvöld. 23. febrúar 2013 08:00 Bardagi Gunnars Nelson í heild sinni Eins og alþjóð veit hafði Gunnar Nelson betur gegn Jorge Santiago í UFC-bardaga í London á laugardagskvöldið. 18. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. 18. febrúar 2013 11:25
Pabbi Gunnars Nelson: Einmitt það sem Gunni þurfti núna Gunnar Nelson vann sinn annað UFC-bardaga og sinn ellefta MMA-bardaga í röð í Wembley Arena í gærkvöldi þegar hann sigraði Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega. 17. febrúar 2013 14:00
Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann "Ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann,“ sagði Gunnar Nelson léttur eftir öruggan sigur á Jorge Santiago í UFC-bardaga þeirra í Wembley Arena um helgina. Gunnar er búinn að vinna ellefu MMA-bardaga í röð. 18. febrúar 2013 08:00
Gunnar Nelson upp um 44 sæti á MMA-listanum Gunnar Nelson hoppaði upp um heil 44 sæti á nýjum Styrkleikalista í veltivigt í MMA, blönduðu bardagaíþróttum, sem birtur er á Fightmatrix vefsíðunni. Til að koma til greina þurfa bardagamennirnir að hafa keppt að minnsta kosti einu sinni á síðustu 450 dögum. 19. febrúar 2013 14:50
Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. 23. febrúar 2013 07:30
"Höggið leit örugglega verr út en það var“ Bardagakappinn Gunnar Nelson var að vonum ánægður með sigurinn í London í gærkvöldi. Gunnar fékk, að því er virtist, þungt högg á síðustu sekúndu bardagans en segist ekki varla hafa fundið fyrir högginu. 17. febrúar 2013 22:55
Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. 16. febrúar 2013 00:01
Viðtal við Gunnar - Örþreyttur eftir slaginn Það ætlaði allt um koll að keyra í Smárabíói þegar Gunnar Nelson bardagakappinn snjalli vann andstæðing sinn Jorge Santiagó frá Brasilíu í mögnuðum slag í London í gærkvöld. Gunnar var örþreyttur eftir slaginn. 17. febrúar 2013 20:00
Haraldur Nelson: Svo stoltir að við erum pínu montnir Eins og alþjóð veit sigraði Gunnar Nelson andstæðing sinn í blönduðum bardagalistum (MMA) um síðustu helgi, en færri vita að Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn hjá Cage Contender bardagakeðjunni gegn Ali Arish í kvöld. 23. febrúar 2013 08:00
Bardagi Gunnars Nelson í heild sinni Eins og alþjóð veit hafði Gunnar Nelson betur gegn Jorge Santiago í UFC-bardaga í London á laugardagskvöldið. 18. febrúar 2013 14:17