Í fótspor meistarans 3. mars 2013 10:00 Yfirhafnirnar báru keim af hinni þekktu „Cocoon“-kápu Cristóbals Balenciaga. nordicphotos/getty Haust- og vetrarlína Balenciaga var frumsýnd í París á fimmtudag. Þetta var fyrsta lína tískuhússins með Alexander Wang við stjórnvölinn og hafði hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið var stofnað af spænska klæðskeranum Cristóbal Balenciaga árið 1914 og á sér langa og merka sögu. Balenciaga þótti framsækinn hönnuður og var þekktur fyrir hreinar línur og framúrstefnulega hönnun. Fatahönnuðurinn Christian Dior dáðist mikið að hæfileikum Balenciaga og kallaði starfsbróður sinn „meistara okkar allra“. Tilkynnt var í lok síðasta árs að Wang myndi taka við af Nicolas Ghesquière sem aðalhönnuður Balenciaga. Ljóst var að Wangs beið ærið starf enda hafði Ghesquière aukið vinsældir tískuhússins um allan heim með hönnun sinni. Þegar Wang tók við starfinu kvaðst hann ætla sækja innblástur beint til Cristóbals Balenciaga. Yfirhafnir í anda „cocoon“-kápu Cristóbal, kvartermar og hreinar línur voru áberandi í línunni og eru menn sammála um að Wang hafi tekist vel til að nútímavæða hina klassísku hönnun Balenciaga. Wang hefur með þessu sýnt og sannað að hann er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum í dag. Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Haust- og vetrarlína Balenciaga var frumsýnd í París á fimmtudag. Þetta var fyrsta lína tískuhússins með Alexander Wang við stjórnvölinn og hafði hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið var stofnað af spænska klæðskeranum Cristóbal Balenciaga árið 1914 og á sér langa og merka sögu. Balenciaga þótti framsækinn hönnuður og var þekktur fyrir hreinar línur og framúrstefnulega hönnun. Fatahönnuðurinn Christian Dior dáðist mikið að hæfileikum Balenciaga og kallaði starfsbróður sinn „meistara okkar allra“. Tilkynnt var í lok síðasta árs að Wang myndi taka við af Nicolas Ghesquière sem aðalhönnuður Balenciaga. Ljóst var að Wangs beið ærið starf enda hafði Ghesquière aukið vinsældir tískuhússins um allan heim með hönnun sinni. Þegar Wang tók við starfinu kvaðst hann ætla sækja innblástur beint til Cristóbals Balenciaga. Yfirhafnir í anda „cocoon“-kápu Cristóbal, kvartermar og hreinar línur voru áberandi í línunni og eru menn sammála um að Wang hafi tekist vel til að nútímavæða hina klassísku hönnun Balenciaga. Wang hefur með þessu sýnt og sannað að hann er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum í dag.
Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira