Tap HR í fyrra um 120 milljónir króna Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. mars 2013 06:00 Ari Kristinn jónsson Háskólinn í Reykjavík hefur tapað um 750 milljónum króna á þremur árum. Rektor skólans segir að jafnvægi muni nást í rekstri hans á þessu ári. Mikill niðurskurður vinni á móti lækkandi framlögum ríkis og hærri húsnæðiskostnaði. Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 120 milljónum króna á árinu 2012. Það er 111 milljónum krónum minna en árið áður. Að sögn Ara Kristins Jónssonar, rektors HR, gera áætlanir ráð fyrir að afkoma skólans verði jákvæð í ár. Hann segir enn fremur að ekki verði gengið frekar á eigið fé hans. HR tapaði samtals 753 milljónum króna frá ársbyrjun 2010 til loka árs 2012 og því ljóst að rekstur skólans hefur verið þungur á síðustu árum. Framlög ríkisins til skólans voru tæpir tveir milljarðar króna árið 2011 og Ari Kristinn segir að þau hafi verið lítið eitt hærri í fyrra. Þau hafa minnkað mikið á undanförnum árum og á árinu 2012 einu saman voru þau meira en hálfum milljarði króna lægri að raungildi en á árinu 2008. Alls hefur uppsafnaður niðurskurður hins opinbera á framlögum til HR verið yfir milljarði króna á síðustu fjórum árum. Skólinn innheimti þó rúman milljarð króna í skólagjöld á síðasta ári og náði í 564 milljónir króna í annað sjálfsaflafé. Ari Kristinn segir að tekjur skólans hafi líklega verið um fjórum prósentum hærri í fyrra en á árinu 2011. Rekstarkostnaður skólans hafi hins vegar lækkað mikið á undanförnum árum og það útskýri viðsnúning í rekstri hans. „Við höfum fækkað starfsfólki, fækkað námsbrautum og fjölgað nemendum í ákveðnum greinum. Það hefur skilað sér í auknum tekjum." HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Hratt gengur hins vegar á það fé og um síðustu áramót var það um 270 milljónir króna. Ari Kristinn segir að ekki verði gengið frekar á það eigið fé. Rekstraráætlun fyrir árið 2013 geri ráð fyrir að HR verði réttu megin við í lok þess og þar sem áætlanir síðustu ára hafi verið að standast sé líklegt að sú nýjasta geri það líka. Hár húsnæðiskostnaður hefur verið HR erfiður á undanförnum árum. Ný skólabygging var tekin í gagnið í byrjun árs 2010. Hún var byggð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign og leiga fyrir afnot af henni tengd við evru. HR fékk tímabundna lækkun á húsnæðiskostnaði en hann var samt sem áður stór hluti af rekstrarkostnaði skólans. Á árinu 2011 nam húsnæðiskostnaður til að mynda 770 milljónum króna. Fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagins Fasteignar lauk í byrjun þessa árs. Við það fluttist eignarhald á húsnæði HR yfir til Íslandsbanka. Ari Kristinn segir að húsnæðiskostnaður skólans hafi þó verið hærri í fyrra en á árinu 2011. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík hefur tapað um 750 milljónum króna á þremur árum. Rektor skólans segir að jafnvægi muni nást í rekstri hans á þessu ári. Mikill niðurskurður vinni á móti lækkandi framlögum ríkis og hærri húsnæðiskostnaði. Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 120 milljónum króna á árinu 2012. Það er 111 milljónum krónum minna en árið áður. Að sögn Ara Kristins Jónssonar, rektors HR, gera áætlanir ráð fyrir að afkoma skólans verði jákvæð í ár. Hann segir enn fremur að ekki verði gengið frekar á eigið fé hans. HR tapaði samtals 753 milljónum króna frá ársbyrjun 2010 til loka árs 2012 og því ljóst að rekstur skólans hefur verið þungur á síðustu árum. Framlög ríkisins til skólans voru tæpir tveir milljarðar króna árið 2011 og Ari Kristinn segir að þau hafi verið lítið eitt hærri í fyrra. Þau hafa minnkað mikið á undanförnum árum og á árinu 2012 einu saman voru þau meira en hálfum milljarði króna lægri að raungildi en á árinu 2008. Alls hefur uppsafnaður niðurskurður hins opinbera á framlögum til HR verið yfir milljarði króna á síðustu fjórum árum. Skólinn innheimti þó rúman milljarð króna í skólagjöld á síðasta ári og náði í 564 milljónir króna í annað sjálfsaflafé. Ari Kristinn segir að tekjur skólans hafi líklega verið um fjórum prósentum hærri í fyrra en á árinu 2011. Rekstarkostnaður skólans hafi hins vegar lækkað mikið á undanförnum árum og það útskýri viðsnúning í rekstri hans. „Við höfum fækkað starfsfólki, fækkað námsbrautum og fjölgað nemendum í ákveðnum greinum. Það hefur skilað sér í auknum tekjum." HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Hratt gengur hins vegar á það fé og um síðustu áramót var það um 270 milljónir króna. Ari Kristinn segir að ekki verði gengið frekar á það eigið fé. Rekstraráætlun fyrir árið 2013 geri ráð fyrir að HR verði réttu megin við í lok þess og þar sem áætlanir síðustu ára hafi verið að standast sé líklegt að sú nýjasta geri það líka. Hár húsnæðiskostnaður hefur verið HR erfiður á undanförnum árum. Ný skólabygging var tekin í gagnið í byrjun árs 2010. Hún var byggð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign og leiga fyrir afnot af henni tengd við evru. HR fékk tímabundna lækkun á húsnæðiskostnaði en hann var samt sem áður stór hluti af rekstrarkostnaði skólans. Á árinu 2011 nam húsnæðiskostnaður til að mynda 770 milljónum króna. Fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagins Fasteignar lauk í byrjun þessa árs. Við það fluttist eignarhald á húsnæði HR yfir til Íslandsbanka. Ari Kristinn segir að húsnæðiskostnaður skólans hafi þó verið hærri í fyrra en á árinu 2011.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira