Komandi samninga ber hæst 3. apríl 2013 10:30 Um miðjan síðasta mánuð urðu mannaskipti í stóli framkvæmdastjóra hjá Samtökum atvinnulífsins þegar Þorsteinn Víglundsson tók við af Vilhjálmi Egilssyni. Mynd/SA Nýr forystumaður kom inn fram á sjónarsviðið í atvinnulífinu þegar Þorsteinn Víglundsson tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) um miðjan síðasta mánuð. Hann tók við af Vilhjálmi Egilssyni, sem var ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þorsteinn hefur lengi verið í fararbroddi í viðskiptum en hóf starfsferilinn sem viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu árið 1995, eftir að hafa lokið námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann færði sig svo um set til Kaupþings þar sem hann stýrði fyrst greiningardeild bankans og varð svo forstöðumaður hjá eignastýringarsviði í Lúxemborg. Árið 2002 settist Þorsteinn í forstjórastól BM Vallár, en Víglundur Þorsteinsson, faðir hans, var um árabil stjórnarformaður og aðaleigandi fyrirtækisins. Þar var Þorsteinn til ársins 2010 þegar hann gerðist framkvæmdastjóri SAMÁLs, Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Þorsteinn hefur einnig stundað stjórnunarnám, bæði við HÍ og á Spáni, og var varaformaður Samtaka iðnaðarins, eins aðildarfélags SA, frá 2007 til 2010. Hann býr í Garðabæ með eiginkonu sinni og þremur dætrum þeirra. Í samtali við Markaðinn segir Þorsteinn að fyrstu dagarnir í nýju starfi hafi verið skemmtilegir. „Mér líst vel á þetta. Þetta hafa verið annasamir dagar þar sem að mörgu er að hyggja þar sem hæst ber að sjálfsögðu undirbúning fyrir komandi kjarasamninga. Það er afar mikilvægt að þar náist að semja um skynsamlegar launabreytingar sem innstæða er fyrir á komandi árum, ólíkt því sem hefur viðgengist lengi. Það er mikilvægur þáttur í að auka hagvöxt og berjast gegn verðbólgu hér á landi.“ Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Nýr forystumaður kom inn fram á sjónarsviðið í atvinnulífinu þegar Þorsteinn Víglundsson tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) um miðjan síðasta mánuð. Hann tók við af Vilhjálmi Egilssyni, sem var ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þorsteinn hefur lengi verið í fararbroddi í viðskiptum en hóf starfsferilinn sem viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu árið 1995, eftir að hafa lokið námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann færði sig svo um set til Kaupþings þar sem hann stýrði fyrst greiningardeild bankans og varð svo forstöðumaður hjá eignastýringarsviði í Lúxemborg. Árið 2002 settist Þorsteinn í forstjórastól BM Vallár, en Víglundur Þorsteinsson, faðir hans, var um árabil stjórnarformaður og aðaleigandi fyrirtækisins. Þar var Þorsteinn til ársins 2010 þegar hann gerðist framkvæmdastjóri SAMÁLs, Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Þorsteinn hefur einnig stundað stjórnunarnám, bæði við HÍ og á Spáni, og var varaformaður Samtaka iðnaðarins, eins aðildarfélags SA, frá 2007 til 2010. Hann býr í Garðabæ með eiginkonu sinni og þremur dætrum þeirra. Í samtali við Markaðinn segir Þorsteinn að fyrstu dagarnir í nýju starfi hafi verið skemmtilegir. „Mér líst vel á þetta. Þetta hafa verið annasamir dagar þar sem að mörgu er að hyggja þar sem hæst ber að sjálfsögðu undirbúning fyrir komandi kjarasamninga. Það er afar mikilvægt að þar náist að semja um skynsamlegar launabreytingar sem innstæða er fyrir á komandi árum, ólíkt því sem hefur viðgengist lengi. Það er mikilvægur þáttur í að auka hagvöxt og berjast gegn verðbólgu hér á landi.“
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira