Fjárhagur heimila batnar á milli ára Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Í nýrri skýrslu Hagstofunnar um fjárhagsstöðu heimilanna á síðasta ári kemur í ljós að heimilum í fjárhagsvanda fækkaði í fyrsta sinn frá hruni. Fréttablaðið/Anton Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi. Fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda Hagstofunnar að einnig hafi fjölgað í hópi þeirra heimila sem mætt gátu óvæntum útgjöldum. Þá hafi vanskil húsnæðislána eða leigu staðið í stað í 10,1 prósenti, þriðja árið í röð. Fram kemur að einstæðir foreldrar séu líklegri til að vera í fjárhagsvanda en aðrir hópar og að konur sem búi einar lendi síður í vanskilum en karlar sem búi einir. „Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga var 30 til 39 ár voru í mestum erfiðleikum. Því hærri sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á heimilinu því minni líkur eru á því að heimilið sé í fjárhagserfiðleikum,“ segir í Hagtíðindum. Greining Íslandsbanka bendir á að breytingarnar tengist líkast til auknum kaupmætti ráðstöfunartekna heimila, en hann jókst um 5,3 prósent árið 2011 og aftur um 1,8 prósent í fyrra. „Þá hafa einnig áhrif þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að lækka skuldir heimilanna, en skuldir heimilanna sem hlutfall landsframleiðslu voru komnar í 109 prósent í ágúst í fyrra eftir að hafa farið í 132 prósent af landsframleiðslu undir lok árs 2008. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, hefur létt greiðslubyrði lána heimilanna og hjálpað þeim að ná endum saman,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins. Fram kemur að á síðasta ári hafi hér á landi verið 123.900 fjölskyldur og að meðaltali 2,4 einstaklingar í hverri þeirra. Í úrtaki Hagstofunnar í rannsókninni voru 4.018 heimili en svör fengust frá 3.091. Svarhlutfall var því 77 prósent. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi. Fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda Hagstofunnar að einnig hafi fjölgað í hópi þeirra heimila sem mætt gátu óvæntum útgjöldum. Þá hafi vanskil húsnæðislána eða leigu staðið í stað í 10,1 prósenti, þriðja árið í röð. Fram kemur að einstæðir foreldrar séu líklegri til að vera í fjárhagsvanda en aðrir hópar og að konur sem búi einar lendi síður í vanskilum en karlar sem búi einir. „Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga var 30 til 39 ár voru í mestum erfiðleikum. Því hærri sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á heimilinu því minni líkur eru á því að heimilið sé í fjárhagserfiðleikum,“ segir í Hagtíðindum. Greining Íslandsbanka bendir á að breytingarnar tengist líkast til auknum kaupmætti ráðstöfunartekna heimila, en hann jókst um 5,3 prósent árið 2011 og aftur um 1,8 prósent í fyrra. „Þá hafa einnig áhrif þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að lækka skuldir heimilanna, en skuldir heimilanna sem hlutfall landsframleiðslu voru komnar í 109 prósent í ágúst í fyrra eftir að hafa farið í 132 prósent af landsframleiðslu undir lok árs 2008. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, hefur létt greiðslubyrði lána heimilanna og hjálpað þeim að ná endum saman,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins. Fram kemur að á síðasta ári hafi hér á landi verið 123.900 fjölskyldur og að meðaltali 2,4 einstaklingar í hverri þeirra. Í úrtaki Hagstofunnar í rannsókninni voru 4.018 heimili en svör fengust frá 3.091. Svarhlutfall var því 77 prósent.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira